Grosse Pointe Blank Grosse Pointe Blank
Útgáfuár: 1997
Aðalhlutverk: John Cusack, Minnie Driver, Dan Aykroyd, Joan Cusack, Jeremy Piven, Alan Arkin ofl.
Leikstjóri: George Armitage
Handrit: Tom Jankiewicz ofl. (m.a. John Cusack sjálfur)
—————–
—————–
Grosse Pointe Blank er svonefnd cult-mynd. Hún var enginn smellur í kvikmyndahúsum, en hefur í gegn um tíðina safnað að sér dyggum aðdáendahóp, og salan á dvd-disknum hefur verið frábær.
Í grófum dráttum fjallar myndin um leigumorðingjann Martin Blank (Cusack). Hann er þykir góður á sínu starfssviði, en er byrjaður að verða órólegur. Hann ætlar síðan að slá 2 flugur í einu höggi þegar honum er boðið á 10 ára útskriftar afmælið sitt í Grosse Pointe í Detroit, en hann tekur einnig að sér verkefni í sama bæ.
Allt virðist ætla að ganga upp, Martin hittir aftur kærustuna sína frá því í framhaldsskóla, Debi (Driver), sem hann yfirgaf rétt fyrir lokaballið (hann fékk hálfgerða vitrun og gekk í herinn). Hann fer síðan að taka eftir ýmsu undarlegu, þar á meðal 2 ríkislögreglumönnum, sem vita af atvinnu hans, og bíða eftir tilefni til að góma hann.

*spoiler*
málin vandast svo fyrir alvöru þegar Martin kemst að því hvern hann var ráðinn til að drepa í Detroit, en það er enginn annar en pabbi Debi.
*spoiler endar*

Þó svo að aðalpersónurnar séu frábærar, þá finnst mér það aðallega vera aukacharacterarnir sem eru rósirnar í hnappagatinu þegar kemur að Grosse Pointe Blank. Þá ber helst að nefna Jeremy Piven í hlutverki gamals skólafélaga Blank, Paul Spericki (Hey Jenny Slater, hey Jenny Slater, hey Jenny Slater), og skrautlegur en góðviljaður ritari Martins, Marcella (Joan Cusack). Einnig pabbi Debi, Bart Newberry.

Myndin er full af hasar og svörtum húmor. Hún er vel skrifuð, og einkennist af mjög ‘witty’ samræðum og tilsvörum. Allir aðalleikararnir standa sig í stykkinu, sem og aukaleikararnir, en hinn frábæri leikari Hank Azaria er einmitt í hlutverki annars lögreglumannsins.

Ég kynntist Grosse Pointe Blank þegar ég var ca. 14 ára, og varð strax ástfangin af frábæru handritinu og góðu 80’s soundtrackinu :) Ég hef horft á hana ca. 20 sinnum síðan þá…og finnst hún betri en nokkurn tíma áður!

Hún fær einkunnina 7.4 á www.imdb.com sem verður að teljast mjög gott þegar um spennu/gamanmynd er að ræða.

Nú er bara að bíða og vona að gefin verði út Collector’s Edition á 10 ára afmæli myndarinnar eftir tæpt 1 ½ ár…
Ef þið kunnið að meta önnur verk John Cusack og hafið ekki enn kíkt á þessa, þá mæli ég með því að þið drífið ykkur út á leigu :)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'