Mean Creek er mynd með boðskap, mynd sem vill koma skilaboðum til skila. Hlutir fara úrskeiðis, líkt og eitt högg í andlit getur leitt til dauða. Þess vegna þarf fólk að hugsa sig um áður en er haldið út í óvissuna. Mean Creek tekur málefni í líkingu við þetta fyrir, prakkarastrik fer úrskeiðis með skelfilegum afleiðingum og eftir það verður enginn heill.

Sam(Rory Culkin) er drengur sem hefur þurft að þola barsmíðar frá George(Josh Peck) lengi vel í skólanum. Þegar nóg er komið ákveður eldri bróðir Sam´s, Rocky(Trevor Morgan) að taka til sinna ráða og fær sína félaga í lið með sér, þá Clyde(Ryan Kelley) og Marty(Scott Mechlowicz). Þeir ákveða að taka George með sér í bátsferð og planið er að rífa George úr fötunum og henda honum í ánna og leyfa honum að komast sjálfum upp á land. En þegar tekur að líða á ferðina þá fær Millie(Carly Schroeder), kærasta Sam´s, sem dróst inn í atburðarrásina óviljug, að fá alla, nema Marty, til að hætta við þetta voðaplan en margt fer öðruvísi en ætlast er til.

Mean Creek er stútfull af ungum og stórefnilegum leikurum og sýna allir það besta sem ég get hugsað mér. Scott Mechlowicz er leikari sem ég bjóst síst við miklu af. Kannski vegna þess að ég sá hann í Eurotrip(sem er þó ágæt mynd) en þar þurfti hann einungis að sýna einhverja vitleysistakta. En hérna er allt annað á ferðinni. Hann leikur hér kaldryfjuðstu persónu myndarinnar gerir það með glæsibrag. En Scott er þó ekki endilega eftirtektarverðasti leikari myndarinnar. Rory Culkin(án efa besti leikarinn af Culkin bræðrunum) og Trevor Morgan sýna einnig frábær tilþrif og í raun allir leikarar myndarinnar. Frábært að sjá svona marga unglinga standa sig eins og professional´s.

Þegar maður fer að pæla í kvikmyndatöku og allri stílískri vinnu myndarinnar, þá fær með nett sjokk af öllum þessum táknrænu og fallegu atriðum. Mean Creek er fyrsta mynd leikstjórans Jacob Aaron Estes og það er maður sem allir þurfa að taka eftir í náinni framtíð. Tónlistin er einnig yndisleg og ekkert nema gott um hana að segja.

Boðskapurinn er hreinn og beinn sem flestir ættu að ná strax. Og kannski að það hafi verið lykilatriðið, þ.e. einfaldleikinn í boðskapnum. Það er nefnilega ekki mikið um óvæntar uppákomur og fléttur í myndinni, hún mest megnis persónudrifin.
Mean Creek er svo sannarlega frábær mynd og alltaf gaman að sjá nýja leikstjóra senda frá sér ódýrar myndir og skjóta kollnum á sér svona vel upp á sjónarsviðið. Myndin hefur verið að fá slatta af viðurkenningum og tilnefningum og hún á það svo vel skilið að ég kem ekki réttu orðunum að því.

Ég ákvað að kafa ekki of djúpt í myndina í þessari grein. Það sem ég held að hafi gert góða hluti fyrir mig, er að ég var ekki búinn að lesa mér mikið til um myndina(þess vegna kannski búinn að segja of mikið hérna), var aðeins búinn að heyra um viðurkenningar og búinn að lesa aftan á hulstrið. Þess vegna hafði ég þetta stutt og laggott hérna og vona að sem flestir láti verða að því að sjá þessa mynd. Þið munið ekki sjá eftir því.

4/4