Ég ný steig af sýningu myndarinnar Dark Water, sem er víst endurgerð af samnefndri japanskri, eftir þann sama og gerði The Ring. Bíóferðin hófst fyrst illa þar sem ég keypti popp og sprite og komst svo að því að meirihlutinn af poppinu voru baunir og mylsna þannig að ég skipti því.

Myndin byrjaði þannig að Mæðgur flytja inní blokk, frekar drungalega blokk. Myndin er full af svona atriðum þar sem kemur svaka tónlist einsog eitthvað sé að fara gerast en svo gerist ekkert. Einsog ég sagði fjallaði hún um mæðgur, móðir og 5 ára stúlkur hennar sem flytja inní þessa blokk. Móðirin og faðirin eru skilin og reyna að deila forráðinu en faðirinn er ekki par sáttur að hún flutti á stað þar sem er mjög langt fyrir hann að fara. En þau völdu hann þar sem hann er stutt frá skólanum sem stelpan síðan gengur í.

Fljótlega fara þau að taka eftir að ekki er allt þarna með felldu, vatn virðist leka stöðugt af efri hæðinni og það heyrast raddir sem dóttirin vingast fljótlega við en móðirinn neitar að viðurkenna að hafa heyrt.

Maður var orðinn mjög spenntur að vita hvað olli öllu þessu svarta vatni dauðans. En svo kom auglýsingahlé MEÐ MJÖG MÖRGUM AUGLÝSINGUM. Alvarlega, ég fór að pæla að fara út. Svo eftir langa bið eftir hvað var í gangi, þar sem móðirinn reyndi að redda pípara og láta laga þetta. Kom í ljós, svipað og the Ring. Einhver lítil stelpa sem stjórnar öllu flóðinu.
Þessi japanski leikstjóri hefur mikla þráhyggju fyrir blautum litlum stelpum, ef hann heldur svona áfram verður þetta að klisju eða það að hann þarf sálfræðihjálp. Þessi litla,,blauta" dána stúlka hafði verið búið þarna með foreldrum sínum en þau yfirgáfu hana og töldu bæði að hin væri hjá hinum aðilanum. Þar fór hún uppá þak og drukknaði í einhverjum vatnstanki þarna. Einsog enkenndi The Ring myndina þá varð ráðgátan leyst og svo þegar allt virtist í sama horf og allir héldu að þeir hefðu upprætt illskunni, gerðu þeir það ekki, sem mér finnst vera það besta við myndirnar. Ef ég væri afturganga, eða blaut, dauð, lítil stúlka myndi ég ekki hætta að hræða fólk.

Allavena, svo reyndi hún að drekkja dótturinni en móðirin bað hana að taka sig í staðinn og vera mamma hennar að eilífu sem hún og gerði, sem kom á óvart, sá það ekki fyrir. Svo var móðirinn bara þarna eftir og sagði dóttur sinni að koma þangað þegar hún vildi hitta hana. Það var annað atriði sem snart mig á einhvern hátt.

Mín skoðun er sú að myndin var ekkert sérstaklega góð en samt 2-3 atriði sem koma á óvart, þó maður haldi að þessi mynd sé fyrirsjáanleg, er hún það ekki. Gef henni samt sem áður aðeins um 2/5
————–