Ég ætla að fara yfir 4 uppáhaldsmyndirnar mímar, þannig ekki fara að röfla um hvað það vanti uppáhaldsmyndirnar ykkar.


4. Die Hard
Bruce Willis leikur ofurtöffarann John Mcclane. Myndin gerist á aðfangadagskvöldi og John er kominn til L.A. að heimsækja fjölskylduna en í leiðinni að reyna að laga hjónabandið sem stefnir hraðbyri í skilnað. Hann fer að hitta konuna sína í vinnuteiti hjá fyrirtækinu sem hún vinnur hjá en því miður fyrir John en þá þarf hann að berjast einsamall við hryðjuverkamenn sem taka konu hans og samstarfsfélaga í gíslingu. Takmarkið er að ræna 600 milljónum dollara sem eru í húsinu.

John er með eindæmum kaldhæðinn og eitt fyndnasta atriðið er þegar hann öskrar á konuna hjá neyðarlínunni ( þið sem hafið ekki séð myndina skiljið þetta örugglega ekki ): “Fuckin' shit lady. do I sound like I'm orderin' pizza?”.
Þar sem þetta er auðvitað hasarmynd er hasarinn auðvitað í fyrirrúmi og það er auðvitað nóg af honum. Klassísk mynd, og eins og flestir vita búið að gera 2 í viðbót.

Uppáhaldsatriði: Þegar John drepu hryðjuverkamanninn með því að skjóta upp í gegnum borðið.

3. Se7en
Þá er komið að meistaraverkinu Se7en. Leikstjórinn David Fincher hafði áður gert Alien 3 sem þótti ekkert alltof góð en svo kemur hann með þessa mögnuðu spennumynd.

Morgan Freeman leikur lögreglumanninn William Somerset sem þráir það heitt að setjast í helgan stein eftir mörg ár í lögreglunni. En dag einn kemur í ljós óhugnalegt morð sem verður til þess að Somerset ákveður að doka aðeins lengur við. Hann rannsakar málið ásamt ungum lögreglumanni að nafni David Mills, leikinn af Brad Pitt, sen er ákveðinn í að láta til sín taka. Fljótlega fattar Somerset að hér er enginn venjulegur morðingi á ferð heldur raðmorðingi sem myrðir eftir dauðasyndunum sjö.

Þrátt fyrir að Morgan Freeman sé alltaf að leika sömu persónuna í flestum myndum þá er hann svo góður í þessari mynd að það er ekki eðlilegt. Brad Pitt er líka mjög öflugur. Maður tekur eftir því í myndinni að það er alltaf rigning nema þegar John Doe, morðinginn, gefur sig fram, þá er sól og fínasta veður. Pæling. Annað sem maður tekur eftir er dökkt yfirbragð myndarinnar, það er aldrei mikið um ljós.
Magnaður leikur góður söguþráður og góðue leikstjóri gera þessa mynd að algjörri snilld.

Uppáhaldsatriði: Þegar Mills og Somerset eru með John Doe í “eyðimörkinni”.


2. The Shawshank Redemption
Örugglega á topplista allra sem hafa séð hana enda ein besta mynd allra tíma. Þessi mynd hefur allt, snilldartónlist, frábæra myndatöku, og síðast en ekki síst ótrúlegan leik og leikstórn.

Tim Robbins leikur Andy Dufresne, mann sem daæmdur er í lífstíðarfanglesi fyrir morð á konu sinni og elskihuga hennar. Í fangelsinu kynnist hann Red, leikinn af Morgan Freeman, og verða þeir mjög góðir vinir. Mikið gerist í myndinni og þið sem eruð ekki búin að sjá hana verðið bara að kaupa hana eða leigja hana.

Það var algjör synd að myndin skyldi ekki hreppa einhver Óskarsverðlaun en hún var tilnefnd til sjö. Forrest Gump vann þetta árið, en mér finnst að “Shawshank” hefði á að taka þetta.

Uppáhaldsatriði: Þegar Andy spilar Brúðkaup Figarros fyrir fangana, magnað atriði.

Og uppáhaldsmyndin mín er…..




1. The Silence of the Lambs
Það er uppáhaldsmyndin mín. Enda er hér algjört meistaraverk á ferðinni með áhrifamestu og bestu persónu sögunnar, Dr. Hannibal Lecter sem leikinn er ógleymanlega af Anthony Hopkins. að sjálfsögðu fékk hann Óskarin fyrir besta leik í aðalkarlhlutverki. Jodie Foster fékk líka Óskar fyrir aðalhlutverk kvenna.

Myndin fjallar í stuttu máli um að Clarice Starlin, nemi hjá FBI er send til að taka viðtal við Hannibal Lecter til að reyna að fá aðstoð við að ná morðingja að nafni “Buffalo Bill”. Lecter á að aðstoða þau við að sálgreina morðingjann enda óhemjugáfaður maður þar á ferð.

Andrúmsloftið er rafmagnað allan tímann sem Lecter er á skjánum og ekki skrítið því þetta er óhugnalegeur maður. Clarice myndar sérstakt samband við Lecter sem felst í svokölluðu “quid pro quo”, held ég að það sé skrfað, þ.e.a.s. greiði fyrir greiða. Lecter gefur henni upplýsingar um Buffalo Bill og Clarice segir honum frá æsku sinni. Clarice er staðráðin í að ná Bufflao Bill og leggur allt í sölurnar.

Myndatakan, snilld. Sérstaklega þegar Hannibal horfir beint í augun á manni. Frábær tónlist, oftast þetta sama drungalega stef. Auðvitað mögnuð leikstjórn líka. Besta mynd allra tíma.

Uppáhaldsatriði: Þegar Lecter drepur verðina tvo þegar búið var að flytja hann og hvernig hann hengir annan þeirra upp. Maður fær hroll þegar lögreglumennirnir ryðjast inn og hann hangir með innyflin úti. Lýsingin í því atriði og tónlistin: fullkomnun. EIns og myndin öll.