Trailer town Leikstjórn: Giuseppe Andrews.
Handrit: Giuseppe Andrews.


Ég var bara að koma af bíómynd sem er einungis sýnd einusinni á kvikmyndhátíðinni.
Þessi mynd heitir Trailer town og er eftir ungan leikstjóra og leikara sem heitir Giuseppe Andrews. Gaman að segja frá því að hann lék lögguna í Capin fever.

Þessi mynd er á mörkunum að vera leikin mynd eða heimildarmynd. Hún er leikin, en samt leikina af fólki sem lifa í svona hjólhýsa hverfi í bandaríkjunum.
Hún er aðalega bara um líf þeirra, ætla nú ekkert að fara allt of mikið í það.

Ég settist í þennan minnsta sal sem ég hef séð, nr 4 í regnbogabíó. Svo þegar myndin var að byrja sjá ég mér til mikillar furðu að hún var sýnd á dvd, en ekki bara svona eins og er gert í bíói. Sem mér persónulega finnst alveg fáránlegt, og held ég að þetta sé ólöglegt. Skífan er að kvarta yfir því að fólk sé að hlaða bíómyndum á netinu, og svo er regnboginn, sem ég held er í eign skífunnar, að sína dvd myndir í bíó. Það kom alveg í byrjuninni svona FBI warning sem stóð að þetta væri alveg kol ólöglegt.

En allavega, ég settist niður í þessum litla sal, og svo leið bara smá stund, og salurinn var alveg troðfullur. Svo byrjaði bíómyndin, og var myndatakan alveg hræðileg, ég hélt að þetta væri bara svona sprell í byrjunin, en svo var ekki raunin, þessi mynd var svona út í gegn. Tekinn á svona vél eins og fjölskilda mín á heima, sem mér fannst persónulega alveg fáránlegt. Þessi mynd kostar svona mestalagi 20.000 kr í framleiðslu, aðalega út af því að leikar myndarinnar eru allir einhverjir white trash rónar, sem fengu örugglega ekki neinn pening fyrir að leika í myndinni, fengu kannski frían bjór.

Þegar maður horfði á myndina þá fékk ég strax á tilfeninguna að leikararnir væru blind fullir.

Það leið mesta lagi 5 mínútur af myndinni þegar fyrsta fólkið byrjaði að labba út úr myndinni, aðalega út af því hversu soralegur talsmátinn var í myndinni, og hversu gróf, aðalega byrjunin var. Því að hún var alveg soraleg.

Ég ákvað samt að halda mér í gegnum þetta, var nú samt alveg að drepast, mér langaði svo að labba út, en ég er ekki maður sem labbar út af bíómyndum.
Þegar myndin var loksins búin, var svona meira en helmingurinn af fólkinu farin út, gáfust upp, og ég svo sem skil það alveg. Því að þetta var svona mynd sem var jafn illa leikstýrð og leikin og stuttmyndirnar sem ég gerði með vinum mínum í 8 bekk.

En þó svo að hún var svona illa leikin þá gat maður stundum hlegið af þessari vitleysu, og leikstjórinn hefur alveg ótrúlegt hugmyndaflug á bandarísku blóti.
En ég er samt alveg gáttaður yfir því að það er verið að bjóða upp á svona mynd á kvikmyndahátíðinni, og ekki nóg með það, vera að rukka fólk 800 kr fyrir að horfa á einhverja dvd mynd á svona litlu tjaldi eins og það er í þessum sal. Og ekki nóg með það þá fyllti myndin ekki allt tjaldið, var bara í svona rétthyrndum ramma.

Og það var líka gagngrínandi sem labbaði út, og það þarf mikið til.

Fólkið sem lék í þessari mynd var svo ógeðslegt, að það var ekki eðlilegt, það eru kannski einhver sem finnst þetta ótrúlega fyndinn mynd, en ég er ekki einn af þeim.

Eitt svona að lokum, þetta er öruglega skrítnasta mynd sem ég hef séð á ævi minni, var bara andlega brenglaður eftir hana. Eða bara meira svona ótrúlega hissa yfir því að svona myndir eru gerðar..

*/****