Jæja kæru vinir,
það er vægast sagt mikil hátíð framundan hjá okkur kvikmyndaáhugafólki. En það er hátíð sem heitir kallast Icelandic film festival og er styrkt af Icelandair. Það eru margir sannir kvikmyndaáhugamenn sem bíða með eftirvæntingu eftir þessari veislu og verða margar spennandi kvikmyndir sýndar á hátíðinni.

En það er ein mynd sem ég bíð í ofvæni eftir.

Hún er byggð á bók sem kom meðal annars út á íslensku fyrir seinustu jól og heitir “Til hinstu stundar” og er eftir einkaritara Adolf Hitler, Traudl Junge.

Myndin heitir á frummálinu Der Untergang eða Downfall og lýsir seinustu tólf dögum í lífi Hitlers.

Leikstjórinn er þýskur sem nýtur mikillar virðingar í heimalandi sínu. Hann þykir skila hér mjög vandaðri mynd þar sem engu hefur verið hnikað frá því sem í raun gerðist við hrun þriðja ríkis Hitlers.
Það sem þykir merkilegt við þessa mynd er að nú fær þýska þjóðin að koma með sína túlkun og sýn á “Der Fuhrer” og að hann hafi verið mannlegur eftir allt saman, en ekki einhvert skrímsli.

Leikarinn Bruno Ganz leikur Adolf Hitler og hvernig túlkun hans á Adolf Hitler vakti á köflum svo mikla geðshræringu á meðal mótleikara hans. Fólk bókstaflega fölnaði er Bruno Ganz öskraði á þá í hlutverki “Der Fuhrer” og mátti heyra saumnál detta eftir að tökuni lauk.

En ég hvet alla til að fjölmenna á hátíðina og fá sér popp og kók í hönd og njóta vel;o)

Meðal annara mynda verður td. myndin Beond the Sea með Kevin Spacy.

Kær kveðja,
Lecte