Sumar myndir eru þess virði að horfa á aftur og aftur. Ein þeirra eru myndin Dumb and Dumber, sem státar af hinum frábæra leikara Jim Carey sem hefur gert garðinn frægan í grínmyndum, og ber þar helst að nefna Cable guy, Liar Liar og The Truman Show.
Dumb and Dumber segir frá þeim Harry og Lloyd sem segja skilið við sitt fyrra líf og ætla sér koma sér fyrir á nýjum stað þar sem bjórinn flæðir og stelpurnar eru í hundraðatali. Megin ástæða fyrir þessu ferðalagi er að Lloyd skutlaði konu á flugvöll og varð hann ástfanginn af henni strax, en þegar hún var að fara í flugvélina skildi skjalatöskuna sína. Hin göfuglegi Lloyd sá strax að auðvitað varð hann að skila töskunni því hann hafði jú skutlað henni á flugvöllinn.
Leiðinni er því heitið til Aspen skíðaparadísarinnar og ferðast þeir félagar þvert yfir Bandaríkin og verða að sjálfsögðu fyrir ýmsum skakkaföllum á leiðinni. Ber þar helst að nefna að Lloyd sofnar við stýrið og beygir í vitlausu átt og keyrir 1/6 af leiðinni í öfuga átt. Þá fær Harry nóg og segir skilið við Lloyd sem tekur flotta bíllinn sem er 88 árgerð af fjárhundi. En eftir smá stund kemur riddarinn á hvíta hestinum eða á mótorhjóli eins og þessu tilviki og bjargar málunum.
Þegar til Aspen er komið verður Harry líka ástfanginn af konunni sem á skjalatöskuna og byrjar þá baráttu þeirra félaga um að ná ástum hennar fögru Mary Swanson og með tilheyrandi bolabrögðum.
Myndin er alveg rosa góð í alla staði og vel gerð, og eru ógrynni af fyndnum atriðum í henni. Ein minnisstæðasta línan í myndinni er þegar Lögreglan stoppar þá félaga fyrir að aka of hratt og Lloyd segir “ Killer boots man”. Gaman er að sjá að Jim Carey er núna að koma meira fram á sjónarsviðið og er nýjasta mynd hans Lemony Snickett að gera góða hluti. Við skulum bara vona að meira koma frá enda frábær leikari hér á ferð.



Vona að þetta hafi verið skemmtileg lesning og endilega bendið ef þið finnið einhverjar villur. Ég sleppti mannræningjunum vísvitandi til að hafa þetta of mikill spoiler. Endilega segir hvað ykkur finnst er að æfa mig að skrifa ritgerðir og er Hugi.is fínn vettvangur fyrir það.