Loksins komið af því. Sam Raimi ætlar að standa við stóru orðin sín. En hann lét hafa eftir sér í einu viðtali fyrir frumsýningu á Spiderman 2 að hann mundi endurgera The Evil Dead ef Spiderman 2 mundi skila inn miklum hagnaði. Og ætlaði hann að gera myndina eins og honum langaði allt til að gera, en gat ekki vegna skorts á peningum. En nú er komið af því. Sam Raimi er orðinn moldríkur, Sony yfir sig ánægðir með hann og munu aðstoða hann við endurgerðina og það er búið að setja niður dagsetningu og mun myndin verða kominn í bíóhús um mitt árið 2006. Enda þarf Raimi að vera byrjaður á þriðju myndinni um Kóngulóarmanninn þá.

Til að rifja upp upprunnalegu myndina, en þá kom hún út árið 1981 og var hún svo umdeild þegar hún kom út að hún var bönnuð um nánast allan heim í nokkur ár. En myndin fjallar um 5 unglinga sem fara í frí uppí í einn fjallakofa í miðjum óbyggðunum. Þar finna þau gögn eftir fornleifafræðin sem hafði verið að reyna þýða æfaforna bók, Book of the Dead. Þegar þau spila svo upptökuna sem fornleifafræðingurinn hafði skilið eftir í kofanum fara ýmsir skrítnir hlutir að fara ské og djöflar fara kom fram úr skóginum sem umliggur kofan.
Bráðskemmtileg mynd sem ég mæli með að allir sem eru ekki búnir að sjá, sjái. En aftur af endurgerðinni.

Það hafa tvær merkilega umræður sprottið upp eftir að ákveðið var að endurgera myndina. Fyrra efnið, sem kemur mér gríðalega á óvart, er þessi gamla tugga. Á að endurgera gamla klassík. Ég er ekki neinn yfirlýstur aðdáandi endurgerðar, en þessa endurgerð mun ég styðja alveg útí rauðan dauðan.
Það sem hefur einkennt endurgerðir frá Hollywodd undanfarið er þessi gríðaleg peningagræði kvikmyndafyrirtækja og því hafa endurgerðirnar sem komið hafa út undanfarið verið hálf þunnar og þreyttar, tala nú ekki um þegar er verið að “endurgera” myndir sem eru 5 ára gamlar en eru á öðru tungumáli en ensku.
En hérna er ekki um neitt peningaplokk stórkvikmyndafyrirtækjanna að ræða. Sam Raimi og Bruce Campbell eiga The Evil Dead hugmyndina frá A-Ö og því fá kvikmyndafyrirtækin, í þessu tilviki, væntanlega Sony ekki krónu meira en það sem Sony fær fyrir dreifinguna á myndinni. Þetta er algjörlega einkaverkefni Sam og Bruce, og myndin mun verða algjörlega eftir þeirra höfði og ég treysti þeim 110% fyrir því að myndin verði engu síðri en upprunalega myndin. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur Evil Dead aðdáandi sé á móti þessari endurgerð, og því er væntanlega um að ræða einhvern hóp sem er bara yfir höfðu á móti endurgerðum, sama hver gerir þær eða eftir hvað mynd er um að ræða.

Seinni umræðan, sem er öllu skemmtilegri, er um hver á að leika Ash, persónuna sem Bruce Campbell oflek svo rosalega vel að hún varð meðal þekktari persóna innan hryllings- og cult heimsins. Og er hún á meðal nafna eins og Freddy og Jason. Ekki amalegur hópur, þó verð ég að segja að Ash er mun skemmtilegari en þeir tveir til saman.
Nöfn sem hafa komið upp sem hugsanlegur arftaki Bruce eru Sean William Scott, Tobey Maguire og Ashton Kutcher. Auðvita vildi maður hafa Bruce í hlutverki Ash, en hann er víst orðinn full gamall til að leika ungling í baráttu við djöfla.
Ég hef nú ekki sjálfur myndað mér skoðun á því hver ætti að leika Ash, en ég vona að allra síst verði það Tobey Maguire, það var alveg nóg að hann eyðilagði persónu kóngurlógamannsins fyrir manni. Hina tvo hef ég bara ekki myndað mér skoðun á. Einu skilyrðin sem ég mundi setja fyrir arftaka Bruce er að sá sem leikur Ash verður að hafa stóra höku.
Helgi Pálsson