Suicide Club er örugglega ein af mest sick and twisted myndum sem ég hef séð. Það er líklega bara ein mynd sem mér finnst toppa hana í ógeðslegheitum: Cannibal Holocaust.

Ég er búinn að vera svona svoldið að dúlla mér við að horfa á japanskar hryllingsmyndir og séð þar margar góðar t.d: Ringu og Yu-on.

Vinur minn benti mér á þessa mynd og sagði mér aðeins frá henni, Meðal annars byrjunaratriðinu sem er hrein snilld. (Þar stökkva 54 skólastúlkur fyrir lest). Og að leikstjórinn Shion Sono leikstýrir venjulega hommaklámi :)

Well ég þverbraut höfundarréttarlög og downloadaði myndinni. Og þvílík mynd..
Suicide Club er allt í senn Splatter mynd, Hrollvekja, Lögreglumysteríu mynd og yfir höfuð virkilega skrýtin.

Söguþráðurinn er einhvað í þessa áttina:
Eftir byrjunaratriðið sem ég minntist á hér áðan stendur lögreglan ráðþrota og áhorfandinn líka því engin útskýring er á því af hverju allar þesar skólastelpur voru að drepa sig.
Út frá þessu byrjar sjálfsmorðsfaraldur og maður fær að sjá fullt af fólki drepa sig án útskýringa.
Einu vísbendingar lögreglunnar eru taska sem fannst á lestarstöð sem innihélt Skinnrúllu saumaða saman úr skinni úr ég man ekki hvað mörghundruð skinnbútum úr mismunandi manneskjum (weird! já)
og netsíða sem telur sjálfsmorðin áður en þau gerast!

Þessi mynd er alls ekki fyrir viðkvæma, í henni leynast mörg alveg all ógeðsleg atriði. Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar útskýringum er sleppt í myndum, þannig maður þarf eiginlega að reyna að hugsa út einhvað sjálfur og er Suicide Club mjög gott dæmi um þannig mynd.
Leikararnir finnst mér standa sig með ágætum flestir.
Þetta er mynd sem að meikar minna sens en “Matrix vs Lotr” mynd.

En já allavega ég fílaði hana ágætlega og mæli hiklaust með að þeir sem hafa gaman af Jap/horror myndum kíki endilega á hana.
7/10