Ég leit inn á Nexusforsýninguna á Dungeons & Dragons um daginn og ég verð að segja að hún er langtum skárri en margur gæti haldið. Hún fjallar um félagana Ridley og Snails sem að ákveða einn daginn að brjótast inn í galdrakarlaskóla í samfélagi þar sem að galdrafólk ræður og hinir venjulegu eru látnir liggja í öngum sínum án neins. Því miður mistekst áætlun þeirra og þeir lenda í atburðarrás sem neyðir þá til þess að gera hvað sem er til þess að finna Rod of Red Dragons, sem að gerir þeim kleyft að stjórna, well… Red Dragons.

Tæknibrellurnar eru virkilega flottar og það má sjá Beholders svo einhvað sé nefnt í henni. Ég kannaðist nokkuð vel við tvo aðalleikara myndarinnar. Fyrst er það hann Marlon Wayans, sem að er best þekktur úr Scary Movie og Don't be a menace, en hinn veit ég vel hver er en kannast ekki við nafnið sjálft. Veit ég þó að hann lék eitt hlutverk í Superman þáttunum frægu sem að voru eitt sinn á Stöð 2.

Ég er þó ósáttur við eitt í myndinni og það er að það sést ekki í neina risadýflyssu eins og ég hefði viljað, en drekar og aðrir kynlegir kvistir lífga ágætlega upp á myndina. Ég mæli með henni ef fólk hefur ekkert að gera og því leiðist.

Eins og gefur til kynna í nafn greinarinnar þá gef ég henni 6.5 af heilum tug mögulegum fyrir ágætis fjölskylduskemmtun, því lítið sem ekkert blóð er í myndinni.