Mission to Mars Ég var að horfa á þessa umtöluðu mynd, Mission to Mars á DVD í gærkveldi.

Ég varð raunar fyrir vonbrigðum þótt að ég hefði gert mér 0% vonir um þessa mynd. Raunar hélt ég ekki að myndir gætu orðið svona lélegar, og það eftir Brian De Palma, leikstjóra snilldarverkum á borð við Mission:Impossible og fleiri.

Reyndar þá var myndin alveg hin fínasta þangað til (spoiler) í endann þegar þeir hittu “marsbúann”, og sáu byrjun lífisins. Mér fannst myndin mjög vel gerð, Mars yfirborðið var flott, tæknibrellurnar voru fínar, vissuð þið að renderunin á vortexinu tók 2 vikur í súpertölvu.. samfleitt !!

Gary Sinise er fínn leikari, ég man þó bara eftir honum sem mannræningjanum í hinni góðu mynd, Ransom. Tim Robbins er bara normal leikari, en á þó eitt afrek að baki, The Shawshank Redemtion. Einning var hann fínn í Nothing to Loose.

Connie Nielsen var ég að sjá í fyrsta sinn síðan ég sá hana í hlutverki drottingarinnar í Gladiator.

3/5 fyrir úrfærslu, vinnu og brellur
1/5 fyrir söguna og myndina sjálfa


sigzi