Það eru kannski þónokkrir sammála mér í því að árið hingað til hafi ekkert verið neitt til að hrópa húrra fyrir, þó svo að góðar myndir hafi streymt úr mörgum áttum þá hefur árið ekki verið nógu jafnt. Nokkrar frábærar og svo aðeins of mikið af ansi slökum bíómyndum.
Ég ætla hér að gera minn lista yfir þær sem mér finnst hafa staðið upp úr í ár í mismundandi flokkum.

*Tek það fram að ég á eftir að sjá ansi margar myndir sem komu út á árinu, sérstaklega sem hafa komið í bíó seinustu mánuði.


4/4 :


Kill Bill Vol. 2 – Quentin Tarantino hefði ekki getað gert betri seinni hluti. Mér fannst Vol.1 mjög skemmtileg og ein af betri myndum ársins 2003 en eitthvað fannst mér vanta. Hún innihélt mikið af ofbeldi eins og flestar myndir Tarantino en þar saknaði ég það sem Tarantino er snjallastur í að gera, samtölin. Hér í seinni hlutanum innihalda flest atriði frábær samtöl en þó er enn til staðar allt það sem var í fyrri myndinni. Uma Thurman er sem fyrr í hlutverki Brúðurinnar og fer með það eins og best verður á kosið. En þeir leikarar sem standa upp úr í þessum hluta eru pottþétt Michael Madsen, David Carradine og Daryl Hannah. Akkúrat það sem vantaði í fyrri hlutann voru fleirri skemmtilegar persónur og hér komu þær til sögu. Jæja ég ætlaði mér ekkert að vera að halda langan pistil um hverja mynd, eina sem ég get sagt er ; Topp mynd.
4/4

The Passion Of The Christ – Þetta listaverk er ekki mikið slakari mynd en Kill Bill Vol.2. Úlitslega séð þá er þessi mynd toppurinn á árinu(ásamt Big Fish) en mér fannst myndin ganga aðeins of mikið út á ofbeldið. Píning Krists var sennilega eitthvað í líkingu við þetta en fyrst að Mel Gibson er svona trúaður maður, af hverju gat hann ekki sýnt eitthvað meira fallegt, eða gert mynd um aðra hluti sem Jesú gerði. En þessir hlutir eiga alls ekki að draga myndina niður og ekki get ég sagt annað en að The Passion of the Christ sé ein af betri myndum ársins.
4/4

Big Fish – Reyndar kom hún ekki út á þessu ári í Bandaríkjunum, en hún gerði það hér á landi. Að mati er Big Fish fullkomnun Tim Burton´s og útlit myndarinnar svo hugljúft og fallegt að það er varla hægt annað en að dást af myndinni. Sögurnar og ævintýrin sem vð sjáum í myndinni eru frábær og myndin verður aldrei langdregin. Danny Elfman sér um tónlistina eins og hann hefur gert svo oft áður fyrir Tim Burton og hér fékk tónlistin tilnefningar til Golden Globe og Óskarsverðlauna. Allt í allt ein besta og skemmtilegasta mynd ársins.
4/4


3,5/4 :

Spiderman 2 – Ef ég þyrfti að svara hver væri besta ofurhetjumynd allra tíma væri ég ekki alveg viss um svarið. Hins vegar vissi ég hvaða myndir kæmu til greina og það er þær Spiderman, Spiderman 2 eða Superman-The Movie. Þannig að ekki get ég sagt neitt annað en að Spiderman sé ein af betri ofhurhetjumyndum allra tíma. Myndin toppar fyrri myndina á flesta vegu en stundum finnst mér myndin ganga aðeins of langt í væmninni. Örugglega ein af betri sumarmyndum seinustu ára.
3,5/4

Shrek 2 – Fyrirkennari Shrek 2, Shrek er almennt talin ein af betri tölvuteiknimyndum sem hafa komið út. Fyrir mér þurfti talsvert mikið til að slá fyrri myndina út en ég er ekki frá því að Shrek 2 hafi tekist það. Myndin er talsvert fyndnari en sú fyrri og er það líklega það helsta sem hún hefur yfir hana. Annars fannst mér hún ganga aðeins of langt í því að koma með innskot úr bíómyndum og þess háttar. En það er nánast varla ókostur og því dreg ég ekkert af myndinni fyrir það. Fyrir það eitt hve Shrek 2 skemmti mér vel, gerir hana af einni af betri myndum það sem af er ársins.
3,5/4

American Splendor – Mynd sem kom mörgum mjög á óvart. Ég var samt ekki eins heppinn því að ég hafði lesið mikið af umfjöllunum og heyrt um mörg verðlaun sem myndin hafði fengið. Þannig að ég hafði byggt upp miklar væntingar og fékk ekki það alveg sem ég hafði vonast eftir. Ekki miskilja mig. Mér fannst myndin frábær en eitthvað vantaði upp á til að gera hana fullkomna. Líklega fannst mér myndin bara ekki nógu fyndin. Paul Giamatti er leikari sem allir hafa séð en muna ekki hvaðan. Jæja hann sannaði það nú samt að hann getur haldið uppi heilli mynd og var það helst hans vegna að myndin varð svo vel heppnuð og raun bara vitni. Ég bara vildi að myndin hefði komið mér svona mikið á óvart eins og að hún gerði flestum.
3,5/4


Mest á óvart :


Girl Next Door – Set þessa mynd hérna inn fyrir hvað hún kom mér á óvart. Áður en ég loksins sá myndina hélt ég að það væri ekki til meiri klisja á markaðinum. Að vissu leyti er þetta klisja en hún er bara svo mikið meira heldur en flestar myndir sem hafa verið að koma út í þessum geira kvikmynda undanfarið. Handritið er mjög vel skrifað, þá er ég ekki að tala um ævintýri aðalpersónanna heldur er persónusköpunin í hámarki. Ég get ekki skilgreint þessa mynd sem grínmynd, því að ég einfaldlega hló ekki mikið út myndina. Yfirleitt sat ég bara með glott yfir henni. Af þessum sumarmyndum sem ég fyrirfram flokkaði í sama flokk, s.s.Girl Next Door, Anchorman, Dodgeball o.fl. þá verð ég að segja að Girl Next Door skaut flestum þeirra ref fyrir rass. Mér dauðlangar til að að gefa myndinni þrjár og hálfa stjörnu en læt þrjár duga.
3/4



Flestir hafa kannski tekið eftir því að ég hef aðeins amerískar myndir á listanum. Það er kannski vegna þess að möguleikar á því að komast á góða erlenda mynd í bíó hér á Íslandi er ekki miklir sem stendur. Og alltaf þegar það tækifæri hefur verið hef ég ekki gripið það.

Einnig hafa líklega margir furðað sig á því hvers vegna myndir eins og Eternal Sunshine Of The Mind, Collateral, Fahrenheit 9/11 o.fl. séu ekki hér. Ég viss um að þær séu góðar en ég hef bara ekki séð þær. Myndirnar sem ég er búinn að vera að nefna hér eru flestar mjög
“mainsream” ef svo má að orði komast. Gaman væri ef einhverjir hérna myndu telja upp sínar myndir og þá skemmtilegra ef þær væru meira “underground”.

Takk fyrir.