Hér er listinn minn yfir 5 bestu myndir sem ég hef séð:

5. Rashômon

Rashômon er 54 ára gömul Japönsk mynd eftir áhrifamesta leikstjóra allra tíma, Akira Kurosawa. Þetta er af mínu mati besta myndin hans. Konu er nauðgað og maðurinn hennar drepinn, eftirlýstum Samúræja er kennt um. Sagan um það hvernig þessi atburður gerðist er sögð frá fimm mismunandi sjónarhornum, eins og morðingjinn sá þetta, eins og fórnarlambið sá þetta, eins og vitnið sá þetta ofl. Þetta er meistaralega vel sögð saga, og margir helstu leikstjórar samtímans, eins og t.d. Quentin Tarantino hafa fengið margt lánað úr þessari mynd. Klassík.


4. Goodfellas

Meistaraverk Scorsese. Ray Liotta, leikarinn frábæri sem hafði allt til sem þarf til að verða stjarna en varð það aldrei, leikur hér aðalhlutverkið með ekki ómerkari mönnum en Robert De Niro og Joe Pesci (sem fékk óskarinn fyrir þetta hlutverk). Henry Hill er gangster alveg í gegn, og hefur verið það frá því hann var strákur. Hér er sögð saga hans frá barnsárum að endalokum “ferilsins”. Myndin er fyndin, ofbeldisfull og áhrifarík. Ray Liotta og Lorraine Bracco (sem leikur konuna hans í myndinni) segja söguna sem virkar mjög vel og það er ekki einn daufur punktur í myndinni.


3. The Good, the Bad and the Ugly

Ef maður flettir uppi orðinu “töffari” í orðabók ætti Clint Eastwood í þessu hlutverki að vera niðurstaðan. Hér leikur hann nafnslausann kúreka sem lendir í slagtogi við tvo aðra útlaga, allir eru þeir svolítið góðir, slæmir og ljótir. Sergie Leone kom þarna með vestra sem er ólíkur öllu öðru. Kolsvartur húmor einkennir myndina í bland við ofbeldi, dramatík og geggjaða tónlist. Tónlistin er í raunini svo geggjuð að það eru heilu senunar í myndinni sem bara fljóta áfram án þess að það sé sagt orð. Þetta er ódauðlegt meistaraverk.


2. The Lord of the Rings trílogían

OK þetta eru þrjár myndir, en þetta er í raun bara ein mynd skipt í þrjá hluta þannig ég tel þetta sem eina mynd hér. En hvað get ég sagt? Þetta eru bestu myndir nútímans. Stórkostleg saga færð á hvíta tjaldið á magnaðann hátt. Allir leikararnir standa sig frábærlega og allt gengur upp. Stórvirki.


1. The Godfather Part I og II

Ég ákvað að setja þessar líka sem eina mynd til að koma fleiri myndum á listann. En fyrstu tvær Godfather myndirnar eru bestu myndir kvikmyndasögunar. Þegar maður hugsar Mafía þá hugsar maður Godfather, og þegar maður hugsar Mafíuboss þá hugsar maður Marlon Brando sem Vito Corleone. Eða Al Pacino sem sonur hans Michael. Það magnaðasta við þessar myndir eru persónurnar, hvernig þær þróast í myndunum og allt í kringum þær. Það er ekki séns að lýsa því hve gíðar þessar myndir eru í fáum orðum, menn verða bara að sjá þær.


Þá er það komið, svona lítur listinn minn út…hann breytist kannski einhvern tíman seinna en allavega er han nsvona núna. Endilega komið með ykkar eigin lista!

-Leonheart