DVD Copy og Bootleg

Eftir að hafa orðið vitni að risi og hruni www.dvdmyndir.com þá verð ég að spyrja ykkur sem elskið DVD jafn mikið og ég, vildum við hafa þennan sora?
Persónulega, ef ég veit að það eru til betri útgáfur af myndunum sem eru í mínu safni nú þegar þá lýður mér illa þangað til ég kemst yfir þá útgáfu.
Svo ég tali nú ekki um tvö atriði sem fá mig til að kúgast: Myndform og Bergvík (allur í ælu…).
Það ætti að banna myndform að gefa út sínar eigin DVD myndir, þetta er mesti hryllingur sem ég hef nokkurntíman orðið vitni að, coverin á myndunum lýta út eins og eitt venjulegt cover hafi verið sett í ljósritunarvél og svo hafi verið ýtt bara á “100.000” og “start”, svo ofan á allt annað er þetta þræl skakkt í hulstrinu.
Ekki nóg með það þá er hljóðið algjör hryllingur, mér lyði betur við að hlusta á hljóðin í ófrískri konu sem verið væri að pynta heldur en hljóðin á þessum “DVD” diskum frá Myndform.
Diskurinn sjálfur inniheldur ekki neitt nema í besta falli trailer og myndin á DVD diskinum er eins og svona mynd sem maður pressar á með einhverju “Label it!” rugli sem fæst í BT.
Annars eru DVD myndir sem Myndform fær sérstaklega til dreifingar allt í lagi hjá Þeim (t.d LOTR) en það er önnur saga.
Bergvík aftur á móti er enn verra, ég get varla talað um það en sú vitneskja sem ég hef um DVD myndirnar frá þeim viðbjóði eru vægast sagt hryllilegar, hljóðið allt á eftir munn hreyfingunum og þarf að nauðga volume takkanum til þess að eitthvað hljóð komi frá myndinni.

Að þessu loknu þá vill ég taka dæmi, www.threedollardvd.com:
Þessi síða hefur það markmið að selja allar myndir á 3 dollara, hljómar vel ekki satt?
Hah! ef þú ætlar að kalla þig kvikmynda unnanda og DVD safnara og verslar þarna þá ættirðu að panta þér tíma hjá sálfræðingi því þú ert ekki alveg heill á geði.
Dæmi frá umræddri síðu:

http://www.threedollardvd.com/show.dvd.php?id= 300

Þessi mynd (linkurinn hér að ofan) The Unbearable Likeness of Being (haha þetta ætti að vera nóg, þegar myndin heitir í raun The Unbearable Lightness of Being) er til sölu þarna á 3$ en málið er að hver heilvita maður sem er mikið inn í DVD myndum veit að þetta er cheap bootleg.
Á myndinni kemur fram að þetta sé CRITERION COLLECTION sem er svona hálfgerður Mercedes Benz DVD-sins og ofan á það þá eru CRITERION myndirnar framleiddar í takmörkuðu upplagi.
Þessi mynd er “out of stock” og er hætt að framleiða hana, þó svo að nokkrir sölustaðir eigi hana á lager ennþá, annars er hún að fara á um 50$+ .
Þannig að það sannar að þetta er “kóperuð” mynd.
Ég veit ekki með ykkur en ég myndi aldrei setja Kóperaða mynd inn í mitt DVD safn, en það er nákvæmlega það sem www.dvdmyndir.com voru að gera.
Þeir keyptu unauthorised bootleg af myndum frá Asíu og seldu með (þó)nokkurri álagningu.

Þannig að fyrir mitt leyti þá er mér nákvæmlega sama að þessa síða hafi verið tekin niður, þetta var jú bara sorp sem ekki ætti að vera hægt að kalla DVD.


Carnage.
Ferðamálaráðuneytið