Kill Bill Vol. 1 DVD Kill Bill Vol.1
Dir: Quentin Tarantino
Aðalhlutverk: Uma Thurman, David Carradine, Vivicia A. Fox, Lucy Liu, Daryl Hannal, Michael Madsen.
Lengd myndar: 111 mín.
Lengda aukaefnis: 25 mín.
Útgefandi: Skífan
Hljóð: Dolby Digital 5.1
íslenskur texti

Já, loksins er fjórða mynd Quentins Tarantino komin út á DVD. Myndin Kill Bill Vol. 1 fjallar um “Brúðina”, einn fremsta (kven)leigumorðingja í heimi. En vandamálin byrjuðu þegar hún varð ófrísk og reyndi að komast út úr bransanum. Það hafði slæmar afleiðingar og Bill og liðsmenn hans, meðlimir “The Deadly Viper Assasination Squad” gerðu tilraun til að drepa brúðina og drápu í leiðinni 9 manns á brúðkaupsæfingu. Hins vegar lifði brúðurin af, þrátt fyrir að hafa verið barin sundur og saman og jafnvel fengið kúlu í hausinn frá Bill. En fjórum árum eftir atvikið vaknar hún og er í hefndarhug. Fimm manneskjur eru á dauðalistanum hennar: O´Ren Ishii, Vernita Green, Budd, Elle Driver og síðast en ekki síst Bill og ætlar hún sér að drepa þau öll…..

Útgáfan:
Myndin er í fínum gæðum, góðir litir og afbragðsgott hljóð sem er mjög mikilvægt í mynd sem þessari, þar sem hljóðið og tónlistin skiptir öllu. Ég var eiginlega hissa þegar ég horfði á myndina á DVD, því hún er gefin út af Skífunni og ég treysti nú ekki mikið íslenskum DVD-útgáfum. Man ég sérstaklega eftir því að hafa keypt Reservoir Dogs í íslenskri útgáfu frá Skífunni og var það vægast sagt hræðileg útgáfa, lélegt hljóð og svo hikstaði diskurinn nokkrum sinnum. En Skífunni hefur tekist betur upp í þetta skipti. Útgáfan er einn diskur og lítið um aukaefni. En það er:

1. Making of Kill Bill.
Mjög skemmtileg heimildarmynd þar sem litið er á tökustað Pulp Fiction og sagt frá því að Uma og Quentin hafa verið með þessa mynd í bígerð síðustu 10 ár. U.þ.b. 20 mín.

2. A Complete session with The 5-6-7-8´s.
Fyrir þau sem ekki vita það er The 5-6-7-8´s japanska hljómsveitin sem treður upp í Kill Bill. Í þessum þætti spila þær bara lögin sín, ekkert spes um það að segja.

Í heildina:
Mjög góð mynd með enn betri tónlist. Fín útgáfa, hefði samt viljað fá 2-diska útgáfu með meira aukaefni. ****/*****