Kill Bill vol 1 á leigurnar! Jæja.. í gær kom út kvikmyndin Kill Bill vol 1 og ég skellti mér út á leigu til þess að taka þessa margrómuðu mynd.

Ég get ekki sagt að myndin hafi komið mér á óvart, ég hafði alveg búist við því að myndin myndi standast hinar miklu væntingar sem ég gerði til hennar. Hún er vel gerð í alla staði að mínu mati.
Mér hafði verið sagt fyrir myndina að hún væri mjög blóðug og subbuleg, en Tarantino útfærði atriðin þannig að allt blóðbaðið var ekki eins ógeðslegt. Það var gervilegt, svart/hvítt og í teiknimyndalíki.
Uma Thurman er æðisleg í hlutverki Brúðarinnar. Hún er mjög fersk, eins og ég vil best lýsa henni. Sæt, sexý og fyrst og fremst hörkukvendi.
Bardagaatriðin voru mjög flott og skemmtileg og ekki mikið í “slow motion” eins er í mörgum bardagmyndum (t.d í myndinni The One).


Eitt atriði angraði mig varðandi myndina, það virtist aldrei koma í ljós af hverju Bill og félagar sviku vinkonu sína. Vonandi verður það eitthvað skýrara í seinni hlutanum.

Í heildina fannst mér myndin mjög góð og skemmtileg og þótt hún sé alls ekki raunhæf þá er fínt að halla sér aftur og lifa sig inn í heim þar sem allt er mögulegt. Og svo er ekki langt að bíða eftir seinni hlutanum því frumsýningu myndarinnar var flýtt um tvo daga (samkvæmt heimildum íslenskt dagblaðs) og verður því sýnd miðvikudaginn 21. apríl.

Vonandi líkaði ykkur greinin,
kv aldi