Once upon a Time in Mexico er síðasta myndin af þremur í trílógíu leikstjórans Roberts Rodriguez sem hófst með El mariachi árið 1992 og hélt síðast áfram með Desperado árið 1995.Þessar myndir eru fyrst og fremst gerðar til að skemmta áhorfendum með alls konar óvæntum fléttum og kvikmyndabrellum og skemmtilega útfærðum bardagasenum ,,a la Rober Rodriguez¨.


Myndirnar eru líka gerðar sem nokkurs konar ,,tribute¨ til uppáhaldsleikstjóra roberts,Sergios Leone, og má finna í þeim margar samlíkingar við spaghettí vestrana sem hann var hvað þekktastur fyrir. Í aðal hlutverkum er stór hópur gæða leikara með þeim Antonio Banderas, sölmu Hayek, Johnny Depp, Mickey Rource, Evu Mendes, Danny Trejo, Enrique Iglesias, Cheech Marin, Rubén Blades og Willem Dafoe í fararbroddi.
Við kynnumst hér hinum dularfulla leyniþjónustumanni Sands sem hefur fengið það verkefni að koma í veg fyrir að forseti Mexíkós verði myrtur.

Þeir sem eru grunaðir um að standa á bak við tilræðið eru annars vegar spilltur hershöfðingi að nafni Marques og eiturlyfjakóngurinn Barillo, sem er þekktur fyrir miskunarleysi og grimd í garð andstæðinga sinna.

Það sem Sands þarf að gera er að finna einhvern sem getur orðið fyrri til og kálað útsendurum þessara tveggja áður en þeir komast í skotfæri við forsetann.

Í gegnum bar eigandan Belini kemst Sands að tilveru hins harðskreytta El Mariachi, fyrrverandi tónlista manns sem breytist hreint og beint og beint í aftöku sveit þegar honum er ógnað , en er nú einhversstaðar í felum og hefur lítið látið á sér bera að undan förnu.

Sands veit að El Mariachi á harma að hefna gegn Marquez og þá vitneskju nýtir hann sér til að fá hann til að koma út úr fylgsni sínu með gítartöskuna sína, sem er troðfull af mögnuðum skotfærum og öðrum vopnum.

Og framundan er einvígi aldarinnar…ekki bara eitt …heldur mörg!