Battle Royale * * * HUGSANLEGUR SPOILER * * * Myndin Battle Royale er japönsk tímamótamynd eftir japanska leikstjórann Kinji Fukasaku og helstu leikarar eru Japanir með löng og undarleg nöfn.
Þessi mynd er afskaplega krítísk deila á nútíma þjóðfélag, en hún á að gerast í nánustu framtíð Japan og fjallar um það þegar börn í Japan eru bara orðin til vandræða. Þá er gerður sjónvarpsþáttur/keppni sem gengur út á það að hópur af unglingum er tekinn og þau eiga að drepa hvort annað þangað til að einn er eftir standandi og má sigurvegarinn þá fara heim (þetta er mjög svipað Survivor, fyrir utan pínulítið aukið ofbeldi).

Í byrjun myndarinnar er allt rosalega skemmtilegt og gaman hjá bekk sem í skólaferðalagi. Allir eru með fiflaskap og grunar ekkert. En á leiðinni heim eru allir svæfðir og teknir á litla eyju sem er rétt fyrir utan Japan. En þessi eyja er einmitt “keppnissvæðið”.
Það tekur smá tíma fyrir krakkana að átta sig á hvað er að gerast og bregður þeim all svakalega þegar gamli kennari bekkjarins stígur fram, en hann stjórnar þessari keppni (ennþá er þetta mjög svipað Survivor, þessi gaur er skýrir bara reglurnar og les upp tölur. En hann er vel varinn inni í eina almennilega húsinu á eyjunni ásamt sérsveit japanska hersins þannig að enginn fer að drepa hann).
Þessi kennari byrjar á að skýra fyrir krökkunum hvað er að gerast og undirstrikar orð sín með því að sýna þeim gamla kennarann sinn (niðurhakkaðann). Þá skilja krakkarnir loksins að þetta er alvara. Allir krakkarnir eru líka með hálsband, en í þessu hálsbandi eru allskonar púlsmælar til að sanna að þau séu dauð. Í þessu hálsbandi er líka lítil sprengja sem að sprengir upp barkakýlið því að keppnin stendur ekki lengur en í þrjá daga en fyrir lok þess tíma á einn að standa eftir. Annars verður barkakýlið á öllum eftirlifandi sprengt með hálsólarsprengjunni.
Auk krakkanna eru tveir aðrir gaurar sem eru með og eru þeir kallaðir skiptinemarnir. En þeir eru örlítið eldri en allir hinir krakkarnir.
Eftir að reglurnar hafa verið útskýrðar fá allir eftirtalda hluti: kort, áttavita, mat, vatn og vopn af einhverju tagi. Enginn fær eins vopn. Maður gæti verið heppinn og fengið UZI vélbyssu eða góða skammbyssu á meðan aðrir fá aðeins pottlok eða blævængi. Enn aðrir fá hátæknitól. Þar á meðal ere inn sem fær staðsetningartæki þar sem hann sér alla sem eru á hreyfingi og öll hús á eyjunni.
Síðan kemur að því að þau séu send út eitt og eitt í einu. Allir bregðast misjafnt við þessari útgöngu. Sumir hugsa bara um drepa flesta til að komast heim til sín og fá að hitta mömmu og pabba aftur. Meðan aðrir vilja nota þetta “tækifæri” til að ná fram hefndum fyrir öll þau skipti sem einhver hefur verið vondur við þau (stelpurnar sérstaklega). Síðan eru nokkrir (kærustupörin flest) sem ákveða að fremja bara sjálfsmorð til að lenda ekki í þessu (t.d. hengingar og hopp fram af bjargi).
Síðan eftir því sem fólki fer fækkandi eru eftirlifendur komnir með enn fleiri og öflugri vopn af þeim sem þeir drepa.
Með tímanum fer folk að reyna að koma sér í hús. Þarna eru t.a.m. spítalahús, viti, musteri og vöruhús en flestir eftirlifandi stofnuðu bandalög saman og hvert bandalög voru bara “campandi” í húsunum á eyjunni.

Þetta er pottþétt ein besta mynd sem ég hef séð og minnir söguþráðurinn mig á grófann og blóðugann tölvuleik.
Gífurlegt magn af blóði og hrottalegum morðatriðum eru í þessari mynd og er það eitt af því sem gerir hana svona spennandi og skemmtilega. Þrátt fyrir þetta getur myndin orðið dálítið klisjukend á köflum, þar sem allir virðast einhvernegin vera hrifnir af öllum í þessum bekk og vilja ólmir segja frá því rétt áður en þeir deyja. Sumir fara jafnvel út í það að ferðast út um alla eyjuna og spyrja til vegar á leiðinni þrátt fyrir að geta ekki treyst neinum en það skemmir samt ekkert fyrir heildareinkunn.

Þessi mynd fær * * * * 1/2 (4,5) af * * * * * (5) hjá mér

Frábær mynd sem allir ættu að sjá