Ég var á Eddunni Ég var á Eddu hátíðinni sem var haldin á Hotel Nordica í gærkvöld. Fyrst þegar ég kom inn voru allir að tala við alla og maður heyrði ekkert í þeim sem maður var að tala við. Ég tók eftir því að pabbi þekki næstum alla þarna, hann heilsaði svona öllum sem hann sá. Við pabbi fengum alveg fín sæti en þau voru frekar aftarlega.

Það var mjög gaman þarna og ég skemmti mér vel. Ég fór auðvitað í fínustu fötunum mínum sem voru fína stuttermaskyrtan mín, nýjar buxur sem við keyptum aðalega fyrir Edduna og til að nota á hátíðum og svo var ég í spariskónum mínum sem ég fer aldrei í nema á jólunum. Þetta var í fyrsta sinn sem að ég fer á þessa hátíð en mamma og pabbi hafa farið í hvert einasta sinn seem þessu hátíð hefur verið. Þetta var alltaf í leikhúsi en núna er þetta aðeins öðruvísi, það voru fullt af borðum sem maður sat við og svo var hægt að panta drykki og fá karamellur sem að gaurarnir úr Karamellumyndinni voru að gefa, ég tók auðvitað fjórar í staðinn fyrir eina.

Ég nenni ekki að nefna upp alla þá sem unnu verðlaun en besta kvikmyndin vann auðvitað Nói Albínói, besta handritið vann Dagur Kári fyrir Nóa Albínóa, besta leikkonan var Didda fyrir Stormviðri og besti leikrainn var Tómas sem lék í Nóa Albínóa. Nói Albínó var tilnefndur til ellefu en vann aðeins sex. Sveppi og Eva voru kynnar og sveppi var með dálítið sprell t.d. þá lét hann Evu drekka ógeðisdrykk í byrjun hátíðarinnar.

Eftir hátíðina var eitthvað svona ball sem við pabbi nenntum ekki að vera í, við vildum frekar bara fara heim en mamma og pabbi voru vön að fara í þetta partí en fyrst að ég var þarna þá nenntum við því ekki.

Kveðja Birki