Bowling for Columbine Jæja, ok, ég veit að það hefur komið grein um þessa tilteknu mynd, en mig langar samt að skrifa mína eigin! Ég tek fram að þessi mynd verður skrifuð án þess að ég passi mig á hvort spoilerar slæðist með eður ei!

Að því sögðu;
Bowling for Columbine er heimildarmynd sem Michael Moore leikstýrir! Moore hefur áður hlotið frægð fyrir myndir á borð við Roger & Me, Blood in the Face og The Big One!

Myndin er í stuttu máli um skotvopnaeign Bandaríkjamanna! Álit Moores, sem skín augljóslega í gegnum myndina, er að of auðvelt er fyrir Bandaríkjamenn að eignast byssur! Hann reynir að kryfja til mergjar stóru spurninguna af hverju yfir 11.000 manns deyja á ári hverju af völdum skotvopna í Bandaríkjunum, meðan að í Þýskalandi deyja ekki nema í kringum 350 ár hvert og einungis 39 í Japan. Hann spyr hina og þessa, s.s. Charlton Heston, James Nicholas sem eitt sinn var handtekinn í grun um sprengjutilræði og margan manninn á götum New York, Los Angeles og víðsvegar um USA og Canada. Það er ótrúlegt hvað Bandaríkjamennirnir eru margir hverjir vissir um að þessi stórfelldi munur felist í ólíkri menningarsögu landanna. Þeir halda að saga Bandaríkjanna sé svo blóði drifin að áhrifanna sé enn að gæta í nútíma samfélagi!

Hvað voru nasistarnir í Þýskalandi þá? Sendu þeir allar þessar milljónir af Gyðingum og ‘lituðu’ fólki á leikjanámskeið þar sem það hvarf á dularfullan hátt!

Einnig talar Moore mikið um alvarleika þess að meiri partur Bandarískra unglinga hefur undir höndum sínum að geyma byssu. Ótrúlega há tíðni er á skotárásum í skólum þar sem árásarmennirnir vanalega drepa samnemendur og/eða kennara áður en þeir miða byssunni að sjálfum sér. Og ótrúlegt en satt, flestir Bandaríkjamenn sem spurðir voru hvað þeir héldu að ylli því sögðu það vera ofbeldisfullar kvikmyndir og sóðalegir bardagaleikir sem voru orsök þessa!

Engum datt í hug að allar stríðsfréttirnar sem unglingarnir sjá dag hvern í sjónvarpsfréttunum komi málinu við að einhverju leiti..

Makes you think.. doesn´t it!?


Myndin er sjálf mjög vel sett upp, kvikmyndatakan er mjög fagmannleg og efninu vel gerð skil. Moore talar mikið inn á myndina og mjög oft í ótrúlegri kaldhæðni og þvílíkri hreinskilni að ótrúlegt er að hann var ekki kærður af Bandaríska ríkinu. Allaveganna blöskraði mér hvað hann leyfði sér að segja! En á góðan hátt, því þetta er umræða sem búið er að kveða niður en Moore er að reyna að vekja athygli á! Good for him!

Einnig þykir mér tónlistin mjög góð! Moore setur allt frá Klassík yfir í Offspring, Louis Armstrong og Marilyn Manson! Falleg píanótónlist undir upptalningu á blóðsúthellingum Bandaríkjamanna víðsvegar um heiminn á 20. öldinni. Moore á alla mína virðingu!


Bowling for Columbine hlaut einnig nokkur verðlaun, t.d.:

Best Documentary Feature 2002 - Academy
Special Award 2002 - Cannes Film Festival
Best Documentary 2002 - National Board of Review
og var tilnefnd til: Best original screenplay 2002 - Writers Guild of America

einnig tilnefnd til nokkurra annarra verðlauna.


Bowling for Columbine er frábær mynd í alla staði, gleður augað og eyrað en opnar jafnframt augu manns við vitfirringu Bandaríkjanna.

*****/*****
"