Japanska útgáfan af The Ring (sem kom út fyrir stuttu í kvikmyndarhús og skartaði nýstirninu Naomi Watts í aðalhlutverki) Ringu er sögð ein mesta hryllingsmynd sem gerð hefur verið.
Það ætlar enginn að segja mér að þessi mynd sé hryllileg á einhvern hátt.
Án alls í plati þá sofnaði ég yfir þessari mynd.

Það eru allir að segja að The Ring sé léleg eftirgerð af Ringu en ég get ekki verið sammála. Fyrir þá sem hafa ekki séð Ringu þá get ég ekki mælt með því að þið horfið á hana.

Munurinn á The Ring og Ringu er sá að The Ring heldur manni í spennunni allan tímann og maður kippist við og manni bregður af hræðilegum atriðum. En í Ringu er ekki mikið um svona. Bara einhver japönsk kona að reyna að kanna málin (eins og í The Ring reyndar) um þessa dularfullu videospólu. Málið er að þetta er eiginlega ekki eins sannfærandi því þetta er japanska.

Eina atriðið sem var flott og töff var þegar að konan kom úr sjónvarpinu en að vanda var það miklu meira agalegt í The Ring.

Get ekki gefið myndinni meira en tvær stjörnur. Það táknar tímasóun.

**/****