Þessi grein inniheldur hugsanlega nokkra væga spoilera þannig að lesið á ykkar eigin ábyrgð.

Titill: Blade 2
Leikstjóri:Guillermo del Toro
Framleiðendur: Stan Lee, Wesley Snipes, Avi Arad o.fl.
Handrit: David S. Goyer
Tagline Know The Mark
Tæknibrellur: Nick Allder, Kevin Draycott o.fl.
Tegund myndar: Action/Horror
Einkunn á imdb: 6,7
Lengd: 116 mín
Aðalhlutverk: Wesley Snipes, Kris Kristofferson, Ron Perlman, Norman Reedus og Leonor Varela

Myndin fjallar um hann Blade(Snipes)vin okkar sem hefur það enn að ævistarfi að sparka í vampírurassa auk þess sem hann leitar að Whistler(Kristofferson)sem hefur verið félagi Blade frá upphafi.
Blade finnur Whistler og ákveður að reyna að hindra það að hann breytist í vampíru.
Það kemur í ljós að það er nú ný tegund af vampírum á vappi sem nærist einnig á vampírum. Vampíruþjóðin vill að Blade hjálpi sér að drepa þessi kvikindi og bjóða tímabundið vopnahlé.
Wesley Snipes er svalur sem Blade þó að hann hafi verið betri í fyrri myndinni, Norman Reedus er engan vegin jafngóður og hann var í The Boondock Saints og gæti gert betur þó hann eigi sín andartök. Kris Kristofferson er alveg jafn góður og í fyrri myndinni, semsagt stendur sig með stakri prýði eins og Ron Perlman(alltaf hægt að trysta á þessa tvo). Enginn kemst þó nálægt Luke Goss sem leikur Jared Nomak og sýnir okkur hvernig vampírur eiga að vera.
Guilermo Del Toro leikstýrir þessu skítsæmilega en ekkert meir.
Handritið er auðvitað engin snilld og byggist helst á “hafðu þetta!”, einnar línu bröndurum og fleira í þá áttina.
Tæknibrellurnar eru mjög góðar og hefur Nick Allder (special effects supervisor) reynslu af stórmyndum eins og The Fift Element, Bravehart, Lost in Space o.fl.
Sem sagt er þessi mynd ekkert annað en heilalaus skemmtun með fínan hasar og virkar ágætlega þannig

***/*****
Þess má geta að Guilermo Del Toro ætlaði að láta Thomas Kretschmann sem leik yfir vampíruna hafa hárkollu en hætti við vegna þess að hann varð svo líkur Michael Bolton. :Þ
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.