Einhver ónefndur aðili hér á huga lét hafa eftir sér: „Sambíóin og Háskólabíó voru að tilkynna um lækkun á bíómiðanum úr 800 niður í 750, eða um 6,25%. Verðið tekur gildi strax.

Húrra fyrir þeim!“

Mín skoðun:

Vá 50 krónur! Þetta bjargar þessu alveg. Ef ég fer einu sinni í viku í bíó þá hef ég sparað 200 kr. á mánuði eða 2400 krónur á ári. Þetta er náttúrulega bara rosaleg lækkun… hehe.

Maður getur ímyndað sér að fundur stjórnenda umræddra bíóhúsa hafi verið nokkurn vegin svona:

Okurkall 1: Hurru það er fólk farið í bíóverkfall af því við erum búnir að hækka verð á bíómiðum um 40 prósent á undanförnum árum. Fólk skilur greinilega ekki að við þurfum að græða meira til að geta lifað eins og keisarar…
Okurkall 2: Já þetta er bölvuð ósvífni í almenningi að ætlast til þess að fá sanngjarnt verð í bíó en við þurfum svosem ekkert að hafa neinar áhyggjur íslendingar hafa aldrei staðið saman að neinu!
Okurkall 1: Já það er alveg satt en við skulum samt slá ryki í augu fólks með því að lækka miðaverðið um 6,25 % en hækka sælgætið um 15 % og við getum líka reynt að blekkja fólk með því að segja því að miðstærð af gosi sé í raun stór og við komum til með að græða miklu meira þegar upp er staðið…
Okurkall 2: …Já og fíflin halda meira að segja að þau hafi unnið baráttuna. Bara snilldar viðskipti.

Vona að þið skiljið hvað ég á við en þetta er náttúrulega bara mín skoðun.
kv.

i
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“