Titill: Audition
Leikstjóri: Takashi Miike
Handrit: Daisuke Tengan og Ryu Murakami(Skáldsagan)
Land: Japan/Suður-Kórea
Tegund Myndar: Thriller
Tagline: She always gets a part
Framleiðsluár: 1999
Lengd: 115 mín
Aðalhlutverk: Ryo Ishibashi, Eihi Shiina, Tetsu Sawaki og Renji Ishibashi

Audition fjallar um mann(Ryo Ishibashi)sem missti konu sína fyrir sjö árum, hann vill giftast á ný og fær vinur hans þá hugmynd að halda áheyrnarpróf fyrir kvikmynd og þar getur hann valið sér konu til að bjóða út af fjölmörgum. Hann verður fljótt hrifinn af ungri og fallegri konu að nafni Asami(Eihi Shiina)og virðist hún vera fullkomin, en ekki er allt sem sýnist.
Þessi mynd er alveg rosalega vel gerð, klipping og myndataka eru vel framkvæmd.
Leikstjórinn kann greinilega sitt fag og stjórnar þessu listilega.
Handritið er ágætt, svosem engin snilld en virkar fínt.
Eihi Shiina sem leikur Asami er sýnir hér svoleiðis snilldar frammistöðu þrátt fyrir að hafa ekki leikið nema í tveim myndum.(Samkvæmt Imdb, ég gæti farið með rangt mál), Ryo Ishibashi er að sýna ágætis tilþrif sem ekkjumaðurinn en hann gæti hafa gert betur og svo má ekki gleyma Renji Ishibashi sem stendur uppúr af aukaleikurunum.
Myndin fer hægt af stað, en persónusköpun er mjög góð og spennan er byggð alveg ágætlega upp.
Svo yrði ég ekki hissa ef að það kæmi Hollywood endurgerð af þessari massa mynd.

****/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.