The Ring Þessi mynd er besta hryllingsmyndin sem ég hef séð hingað til. Ég er ennþá soldið smeykur við það að fara á klósetið á kvöldin og þarf stanslaust að líta fyrir aftan mig ef ég heyri eitthvað og ég fór á hana á föstudaginn (28.02.03).

Japanska myndin, Ringu, á að vera miklu ógeðslegri en The Ring og langar mér ekki sérstaklega sjá hana, allavega ekki strax. En í The Ring er ekki reynt að bregða fólk heldur að vera spennandi allan tíman og vera ógeðsleg, þótt að manni bregður soldið oft í henni.

Ef maður pælir í því þá er hugmyndin að ef maður horfir á sérstaka martraðaspólu drepst maður eftir sjö daga soldið fáránlega hugsun en vekur athygli. En myndin fjallar um að spóla drepur og já, hópur af unglingum leiga sér bústað og horfa á spóluna, sjö dögum seinna eru unglingarnir dauðir.
Fréttakona sem er frænka eins unglings sem dó reynir að komst í botn í málinu af hverju hún og hinir dóu og endar með að horfa á spóluna. Síminn hringir og hún veit hvenær hún á að deyja. Eftir það fær hún vin sinn til að hjálpa sér og gettu hvað, hann er svo forvitinn og trúir henni ekki svo að hann horfir sjálfur á hana. Já, síðan daginn eftir horfir sonur hennar á spóluna. Allt orðið vitlaust. En eftir það fara allir að reyna að finna uppruna spólunar og hver og hvar þetta gerist sem er á spólunni. Blablablabla….

Vill ekki segja of mikið ef þið hafið ekki séð hana, en þá myndi maður ekki fara og skoða greinina. En þessi mynd var nú frekar ógeðsleg og voru líkin ekki sérstaklega falleg. Eitt sem ég ráðlegg ykkur ekki að gera, það er að labba heim klukkan fjögur um nóttina eftir að þið sjáið hana, damn. :(

En þessi mynd var samt mjög góð og gef ég henni 4 stjörnur af 5 mögulegum.

Heimasíða The Ring er: <a href="http://www.ring-themovie.com/“ target=”_blank">http://www.ring-themovie.com/</a
kv. Sikker