Í nýlegri grein kom notandi að nafni Rattati með sannanir fyrir því að grein sem ég skrifaði var keimlík annarri sem hafði birst fyrr á ensku. Ég hef kannað þetta og tekið eftir því að margar af mínum fyrstu greinum voru líkar öðrum einnig. Ég man ekki eftir af hverju þetta er, barnaskapur og heimska, blandað með tilviljunum. Ég mun auðvitað taka þær greinar niður og skrifa nýjar. Enda hefur maður þroskast mikið síðasta árið og finnst mér þetta mjög lélegt hjá mér og er ég mjög leiður yfir þessu.

Ég mun samt ekki hætta að skrifa greinar, enda hef ég mikið gaman af því og tel að flestar greinarnar mínar séu ágætar.

En eins og ég segi finnst mér þetta leiðinlegt og mun ég passa mig mikið á þessu í framtíðinni en ég vil einnig nefna að ég hef aldrei lesið kvikmyndagagnrýni, hvort sem það er á huga eða annarstaðar, sem er ekki í meirihluta mjög svipuð einhverri annarri og er í raun ekki hægt að ætlast til að 100 mismunandi greinar um nákvæmlega sama mál séu ekki svo ósvipaðar. En þetta var oflíkt!

Ég vil biðjast afsökunar á þessu og vona að mér verði fyrirgefið þennan barnaskap.

Þar sem að ég get ekki ímyndað mér að það sé möguleiki á að huganotendur geti fyrirgefið svona hluti þá ætla ég hér með að segja af mér sem stjórnandi kvikmyndaáhugamálsins og hætta að taka þátt í umræðum þar.

Ég biðst aftur fyrirgefningar og kveð ykkur öll með þökkum um liðnar stundir.

Kveðja Stefán B. Stefánsson