Sælt veri fólkið.

Ég hef verið að skoða heimabíókerfi sem hægt yrði að nota bæði til þess að horfa á bíó og líka til þess að njóta tónlistar.
Ýmsir hafa verið að auglýsa svona kerfi grimmt fyrir jólin og þar á meðal Hljómsýn sem auglýsa “Alvöru heimabíókerfi”.

Ég kíkti á þennan Hljómsýnardíl sem fólst í eftirfarandi:
Marantz magnari
Marantz spilari
Heimabíóhátalarasett. og allur pakkinn á 150 þús.

Þegar ég sagðist myndu hafa áhuga á því að nota þetta líka til að hlusta á tónlist þá runnu tvær grímur á sölumanninn og hann benti mér á aðra hátalara en voru inni í tilboðinu. Við þetta rauk verðið óþægilega nálægt 200 þús kallinum og jafnvel aðeins upp fyrir. Því spyr ég:
1. Eru gerðar minni kröfur til hljómburðar þegar um er að ræða kvikmyndatrack? Hvers vegna?

Nú fór ég að skoða betur hvernig tilboðið var samsett og þá kom í ljós að listaverð á DVD spilaranum var af stærðargráðunni 70 þús kall!
2. Hvers vegna í ósköpunum? Reyndar var hann með einhverjum ljósleiðaraútgöngum ofl. en er gæðamunurinn á þessum spilara og ódýrari DVD spilurum slíkur að hægt sé að réttlæta þetta verð? Einn “kostur” við þennan spilara er þó að hægt er að nota sömu fjarstýringuna á magnarann og spilarann! Ég bendi á það að United 3151 getur spilað nánast allt undir sólinni, er með fullt af fídusum og skiptir um region eins oft og maður vill. Hann kostar 15 þús kall. Hvers vegna ætti ég að kaupa Marantz?

Þá að magnaranum. Hann virtist vera verðlagður á svipaðan hátt eins og önnur hljómtæki, þ.e. ekki eins geðveikislega út úr kortinu eins og spilarinn. Ég vil því spyrja:
3. Hvað ber helst að hafa í huga þegar slíkir magnarar eru keyptir? Eru einhverjir staðlar sem þarf að styðja? Er betra að kaupa nýjan magnara því hann styður við nýja staðla eða er óhætt að kaupa magnara sem hannaður var fyrir 2 árum síðan? Hversu hröð er þróunin í sjálfum mögnurunum og soundtrac útfærslunum?

Ég er næst því að komast að þeirri niðurstöðu að kaupa notaðan magnara á c.a. 40 þús, United spilara á 15 þús og góða hátalara fyrir c.a. 40 þús. Með öðrum orðum fullt heimabíókerfi fyrir minna en 100 þús.

Potemkin

p.s. Ég kíkti líka í Heimilistæki og uppstillingin á tækjunum þar (NAD ofl.) var eins og í nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaganna. Það eina sem passaði ekki inn í myndina var verðmiðinn!