Allt í lagi, ég ætla að skrifa hér aðeins hvað mér finnst um þessa mynd. Kannski verða sumir Ternimator aðdáendur reiðir og tek ég það því fram að þetta er aðeins mitt álit.

Ternimator, ég fékk hana að láni á DVD hjá frænda mínum um daginn. Ég varð rosa spenntur að sjá mydina eftir öll lofin sem ég hef heyrt um hana. Ég setti myndina í spilarann og byrjaði að horfa. Byrjunin var drepleiðinleg. Ég ætlaði ekk að trúa að þessi mynd myndi verða svona leiðinleg allan tímann en sú var raunin. Arnold Shwarzenegger lék tortýmandann, rosa svalur maður. Sumum finnst það kannski en ég sé ekkert svalt við þennan mann. Þetta “ fuck you asshole”, það er ekki svalt. Ternimator 2 var miklu betri þó svo að hún hafi nú ekki verið nein snilld, miklu betri hasaratriði og allt það. Í forveranum er og mikið af þessu væmna kjaftæði.
Myndin byggist mes öll á leiðinlegum samtölum Kyle (eða eithvað svoleiðis) og Sarah Connor. Tónlistathemið var fínt, en alltaf þegar Ternimator skaut úr byssu kom þessi drepleiðinlega pirrandi Diskó tónlist. Leikstjórnin var ágæt og kvikmyndatakan fín. James Cameron ætti að láta Arnold í friði í framtíðinni!!!

Allavega, ég varð bara fyrir svo miklum vonbrigðum með þessa mynd, ég hafði heyrt mikið Ternimator er snilld, Ternimator er best og svo framvegis. Ég held að ég haldi mig frá “Arnoldinum” og horfi á góðar spennu og hasarmyndir. Ég vildi nú bara koma skoðun minni á framfæri eftir hvað ég var fyrir miklum vonbrigðum. Eru einhverjir sem eru sammála mér eða er ég bara hálfviti?

Myndinni gef ég eina af fjórum stjörnum fyrir tæknibrellir og einstaka fín hasaratriði.

M I K I L V O N B R I G Ð I ! ! ! ! !