Batman (1989) Batman

Batman 1 er að mínu mati besta myndin í seríunni. Myndinni leikstýrir snillingurinn Tim Burton og held ég að enginn
leikstjóri hefði getað gert betur. Honum tekst að gera sögusvið myndarinnar Gotham-City drungalega, dimma og ótrúlrga flotta.
Það er flott við borgina og er sviðsmyndin mögnuð.
Glæpastarfsemin er sýnd mikið og það er mikið um glæpi.

Það er einn maður sem er óvinur glæpamannana en það er Batman eða eins og hann heitir á íslensku Leðurblökumaðurinn. Eins og kanski flestir vita er Batman í svörtum búning sem
a að líkjast leðurblöku. Að mínu mati er búningurinn flottur öfugt við til dæmis Green Goblin í Spiderman myndinni en sá búningur er virkilega illa gerður.
Erkióvinur Batmans er Jókerinn, en hann er helsti glæpamaðurinn í borginni. Jokerinn er orðinn þreyttur á því að Batman fái alla athygli borgarbúa í stað þess að hann vekji athygli.
Jokerinn vill því Batman feigann og snúst myndin hálfpartinn um einvígi þeirra.

Með aðalhlutverkin í myndinni fara þeir Michael Keton og “listamaðurinn” Jack Nicholson. Sá fyrrnefndi fer með hlutverk Batmans og sá síðarnefndi Jokersins.
Michael Keaton hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér en stendur sig þó vel í hlutverki Batmans.
Jack Nicholson fer með þvílíkan leiksigur i myndinni eins og oft áður. Hann leikur Jokerinn með stakri snilld og enginn annar gæti leikið hann eins vel.
Svo má ekki gleyma Kim Basinger en hæun leikur blaðakonu sem fjallar um Batman.

Þessi mynd er hin besta sekemtun og er skemtanagildi hennar gríðalegat.
Myndinn gef ég þrjár og hálfa stjörnu.

Ég vil afsaka allar stafsetningavillur því ég nenni ekki að fara yfir þetta með þessu overwrite dóti.