Já ég er mikið búinn að pæla hvort ég ætti að fara í kvikmyndaskóla Íslands. Það er þannig að ég hef rosalegan áhuga á kvikmyndum, og langar alveg að vinna við kvikmyndir eða öðru tengt sjónvarpsefni, þá bara bak við kameruna.

Og eins og ég sagði áðan þá langar mér mjög svo að fara í þennan ágæta skóla, en það er bara þannig að önnin kostar 700 þús, eða fyrstu tvær anninnar kosta 700 þús og svo næstu tvær kosta 400 þús.

Gerir þá allt í allt 2,2 miljónir.

Mér fynnst þetta anskoti mikil peningur, og fatta kanski ekki alveg afhverju þetta er svona dýrt.

En það sem ég vill spyrja ykkur er: er það þess virði að fara í þennan skóla, fær maður alveg vinnu við það sem maður lærir þarna í þessum skóla, eða er þetta meira bara svona áhugamál.

Og hafið þið einhverjar betri hugmyndir?

Ættir maður kanski bara að fara til útlanda og læra þetta þar..

Er einhver hér sem er kanski í þessum skóla?