Hæ,

Heyrst hefur að ef að Alf Inge og Manchester City á bak við hann ákæri Roy Keane þá verði hann (þ.e. Roy) settur í fangelsi og fái dóm fyrir líkamsárás. Maður hefur nú oft séð tæklingar sem þessar og alltaf (oft) hafa einhverjir verið tilbúnir til þess að afsaka slíkt þar sem það hefur oft verið notað sem afsökun sem heitir “stundarbrjálæði”.

Með þessari yfirlýsingu viðurkennir Roy Keane að hann er ekkert annað enn ótíndur glæpamaður sem fer inná knattspyrnuvöllinn í þeim eina tilgangi að meiða annann leikmann, allavega í þessum leik en þó örugglega oftar…! Hefur haft góðan tíma til þess að hugsa málið og “róa” sig niður en gerir það ekki og er þarna að skjóta sig rækilega í fótinn eða öllu heldur að skjóta sig í hausinn og grafa sína eigin gröf.

Common maðurinn er ASNI, hann sýndi það og sannaði með framferði sínu í sumar þegar hann þóttist ekki bara vera meiri en Mick MaCarthy heldur þóttist hann vera meiri en allir hinir leikmennirnir til samans.

Mér finnst að þessi leimaður ætti að vera dæmdur í fangelsi og svo sannarlega hafa menn verið dæmdir í fanglesi fyrir miklu minni sakir! Hugsið ykkur bara hversu “góð” fyrirmynd þessi persóna er orðinn og hugsið ykkur skilaboðin sem hann er að senda niður til allra unglinga sem að dýrka og dá allt sem viðkemur Manchester United og rugla því saman við ROY KEANE!

Farið hefur fé betra…….!

kær kveðja,

Dixie
————————————- ——————–
The Football Association have launched an investigation, but Eamon Dunphy (höfundur ævisögunnar innsk., Dixie) has told The Observer that he has lied in the book.

“We thought it would be a nice football book, that it would be no problem,” said Dunphy.

“But there is the passage about Haaland. I am as much responsible for that, as a writer, rather than Roy.

”There is artistic licence. I should take the rap. But he won't let me. Fair play to him. No whingeing. No screaming. No `I didn't say that; he made it up'.

“But I was paraphrasing. Still no whining. But we are talking about a man here.”
———————————————- ———-

Þetta er sennilega ein sú ömurlegasta tilraun nokkurs manns til þess að ljúga og segja sekan mann saklausan. Þykist Eamon Dunphy hafa logið og hælir Roy Keane fyrir að hafa ekki borið þetta til baka og klykkir síðan út með því að segja okkur að við séum að tala um mann hérna og gleymir þá að sjálfsögðu Alfie frænda okkar.

“Still no whining” ha ha ha ………

Farið hefur fé betra……!

kær kveðja,

Dixie