Botnleðja Hljómsveitin Botnleðja var stofnuð af nokkrum piltum í Hafnarfirði snemma í byrjun 9. áratugsins. Það var mikið af mannabreytingum fyrstu árin og það var ekki fyrr enn árið 1995 sem liðskiptingin varð eins og hún er í dag. Hljómsveitin samanstendur af Heiðari Erni sem er Kristjánsson og hann glamrar og gólar, einnig er bassafantur í hljómsveitinni. Hann heitir víst Ragnar Páll Steinsson. Svo er það hann Halli, eða Haraldur Freyr Gíslason sem ber á húðirnar.

Árið 1995 tóku þeir einnig þátt í Músíktilraunum og þeir unnu það með tilþrifum. Eins og í þá daga var alltaf rúmur sólahringur í upptökuveri verðlaunin fyrir að sigra Músíktilraunir. Botnleðja fengu það líka og tóku upp sína fyrstu, og að mínu mati bestu plötu “Drullumall”, sem gerðist sama ár og þeir unnu Músíktilraunir, 1995. Sniðugt að hún hafi verið tekið upp aðeins á sólahring. Aðrar plötur sem þeir hafa gefið út eru Fólk Er Fífl (1996), Magnyl (1998), Douglas Dakota (2000) og nýjustu snilldina Iclenad National Park sem kom út seint á árinu 2003.

Þegar Botnleðja byrjuðu voru þeir líkt og mörg bílskúrsbönd á þeim tíma undir áhrifum Nirvana, Soundgarden, Alice In Chains, Melvins, Pearl Jam og fleiri gruggsveita. Í byrjun hétu þeir mörgum nöfnum eins og t.d. Blend, Utopia, Dive og Rusl. Botnleðja tóku upp hráan og pönkaðann stíl Nirvana og Mudhoney sem fáar gruggsveitir á þessum tíma gerðu og þar að auki var sungið á íslensku. En eins og hjá flestum böndum sem gefa út plötu tekur við tónleikatúr, sem var um allt land. Þeir fóru að pæla meira í tónlistinni og lögin voru útpældari og vandaðari. Árið 1996 gáfu þeir svo út plötuna Fólk er fífl, sem margir telja þeirra langbestu plötu.

Árið 1997 var gott ár fyrir Botnleðju. Þeir ákváðu að fara til útlanda að spila og þeir spiluðu með Blur á tónleikarferðalagi þeirra. Þeir urðu snobbaðari og vildu ekki lengur spila á fámennum tónleikum á Íslandi, svo þeir tóku upp enska nafnið Silt og bættu við meðlim. Kristinn Gunnar Blöndal sem glamraði með og spilaði á orgel. Þriðja platan var svo tekin upp árið 1998 og fékk hún nafnið Magnyl. Þeir héldu svo aftur til Bretlandseyja og túruðu þar og mér skilst að það hafi gengið ágætlega. Árið 2000 tóku þeir svo upp 4. plötu sína “Douglas Dakota” sem var tekin upp á Englandi. Eftir þá plötu hætti Kristinn í bandinu og Botnleðja fór í sína upprunalegu mynd og er það enn þann dag í dag.

Þeir fóru svo í undankeppni Eurovision 2003 með lagið Euro/Visa, sem kom nokkuð vel út, en komust þvímiður ekki til Lettlands. Svo tóku þeir lagið “Ég er frjáls” sem Bítlavinafélagið tók m.a. fyrir Samfylkinguna sem var líka flott. Svo núna fyrir stuttu gáfu þeir út Iceland National Park sem var einnig gefin út undir nafninu “Silt”. Allir textar eru á ensku. Einnig kom enska útgáfan af Euro/Visa á þeirri plötu sem fékk nafnið “Human Clicktrack”. Ég ætla að vona að þeir nái því í útlöndum.

Kv.
verwex