Hvað finnst ykkur um að kvikmyndir yrðu gerðar eftir ísfólkinu, alvöru flottar kvikmyndir, sem góðir amerískir leikstjórar myndu gera. Svo myndu vera einhverjir góðir, en þó óþekktir leikara sem fall inn í lýsingu Marget Sandemo. Hún er náttúrulega bara pure- snillingur í að lýsa fólkinu! En já ég frétti að það hafi einu sinni verið gerð tilraun til kvikmyndar eftir “Álagafjötrar” bókinni nr.1 en hún var gerð af norskum leikstjóra og bara sýnd örfáum sinnum í Noregi og hún fékk ömurlgea dóma. En ég er viss um að ef þær yrðu gerða núna þá myndur þær rokka. Svo lengi sem leikstjórinn og allt það væri alvöru fólk. =)

Eitt í lokinn:
Þið sem eruð búin að lesa bækurnar þar sem Heikir kemur fyrir, elskiði hann ekki? :) Hann er svo góður og ég vorkenni honum svo mikið að mig langar að stökkva inní bókina og giftast honum! =D
[LoveHateDreamsLifeWorkPlayFriendshipSex-Vanilla Sky]
He who wants a rose must respect the thorn…