Jæja
Ég hef verið að leika mér að því að setja inn random korka s.l. haust og það hafa einhverjir svarað svo að ég er ekki sá eini sem er að skoða þessa síðu. Mér hundleiðist hvernig Facebook hefur tekið yfir allt (og finnst facebook hundleiðinlegur miðill), og ég sakna þess mikið að geta haft samskipti undir dulnefni á íslenskri síðu.

Ég ætla að byrja að senda inn einn random kork á viku núna og sjá hvort að það fari ekki af stað einhver umræða.

Þessu ótengt; þarf ekki lengur íslenska kennitölu til þess að skrá sig? Það er eins og það séu oft einhverjir skrýtnir bottar loggaðir hér inn.