Er hægt að endurverkja Huga? Hvernig væri það þá hægt? Mér finnst alveg vera pláss fyrir síðu eins og hugi.is í íslenskri internet menningu þrátt fyrir að síður eins og Facebook og Instagram taki mikið pláss.

Fb og IG er mikklu meira bara fyrir mont myndir og sölu síður mér finnst vanta meira íslenskt.Einhverskonar umræðuvettfang eins og hugi var. Íslendingar eru á enskum síðum eins og Reddit sem er gott og blessað  en mér bara finnst Íslensk internet menning bara vera svo léleg miðað við td Noreg. þar eru allskonar síður og fullt af youtuberum sem blogga gera myndbönd á norsku og eru vinsælir.hér eru allir á Reddit og ef þeir gera youtube myndbönd þá eru þau á ensku fyrir útlendinga í von um að fá meiri views :S