guð minn almáttugur, getið þið ekki aðeins þroskast kæru hugarar.

þessi umræða um “karlafrídag” er allveg út í hött, vitið þið ekkert um af hverju kvennafrídagurinn var?

ef ekki, þá skal ég segja ykkur það hér og nú og hættið svo þessu rugli.

Konur voru ekki með “frídag”. þær lögðu niður vinnu kl. 14:08, ástæðan? ég skal segja ykkur af hverju. konur eru með 6x,x% af launum karla (að meðaltali), þetta er staðreynd. kl 14:08 voru 6x,x% af vinnudeginum liðin og þá voru þær búnar að vinna fyrir sínum launum, það er það sem þær fá útborgað, á taxta karlmanna. þær voru einfaldlega að sýna fram á hversu ójafn launamunurinn er. eina ójafnræðið í þessu er hversu lág laun konur fá. hinsvegar fynnst mér það gjörsamlega út í hött að stelpur sem að eru hvergi á launaskrá, eins og t.d. grunnskólastelpur, hafi fengið frí, þær hafa nákvæmlega sömu kjör og samnemendur þeirra af hinu kyninu.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“