Þakka þér kærlega fyrir Mörður Árnason!

Mörður nokkur Árnason hefur gjörsamlega rústað okkar möguleikum á að vinna Eurovision. Hann hefur talið útvarpsráð á að láta framlag Íslendinga til keppninnar í ár verða sungið á Íslensku!!!
Í síðustu tvem keppnum gekk þeim lögum sem voru sungin á ensku best. Þetta finnst mér nógu góð rök til að hver heilvita maður sjái að við eigum EKKI eftir að vinna í ár, ef að áætlanir Marðar ganga upp.
Íslensk fyrirtæki eru búin að vera með þvílíkar herferðir til að vekja málkennd landsmanna, mjókursamsalan fremst í flokki. En öllu má nú ofgera. Á meðan að engir aðrir en Íslendingar kunna íslensku, finnst mér svona “Íslenska er okkar mál” sjónarmið, ekki eiga rétt á sér í Eurovision.

*Veela*