Jæja þá er komið að spánni fyrir 2. sæti.

Eins og áður sagði, fékk ég 13 vel valda spilara innan CS samfélagsins til að kjósa hvaða lið þeir töldu að ættu erindi í topp6 klassann á Skjálfta. Ég er búinn að gera kunn úrslitin í fyrstu 4 sætunum og ég held áfram núna.

Ég afsaka hvað ég er seinn að henda þessu inn en það eru ástæður fyrir því eins og öllu öðru.

En jæja, góða skemmtun.

- - -

2. MTA Gaming (40 stig)
Lineup: DynaMo, fixer, gaui, LuSharp, jam & zickFunka

Umfjöllun & mikilvægasti leikmaðurinn skrifað af Adios // roMim.

Þetta var tæpt. Aðeins munar 3 stigum á öðru og fjórða sætinu en MTA hrepptu þetta. Þeir spiluðu sannfærandi á IEL og unnu m.a. ice og shockWave. Og verða þeir með nákvæmlega sama liðið á Skjálfta nema að það er ein viðbót, Andri eða zickFunka eins og hann kýs að kalla sig.

Vissulega vantaði Adios og SeveN á IEL en samt sem áður voru MTA strákarnir sannfærandi og hlakka ég til að sjá þá á Skjálfta, ef þeir hitta á gott dagsform og góðan móral geta þeir jafnvel farið alla leið. En ég get lofað þeim verðugri samkeppni! :D

Fyrir nokkru virtist sem þeir væru komnir með solid lineup, með deluxs innanborðs. Hlutirnir breyttust og hann fór yfir í shocK. Þá fengu strákarnir DynaMo inn í liðið sem lánsmann frá Drake og svo zickFunka frá shockWave þannig að MTA liðið er sterkara en nokkru sinni fyrr að þeirra sögn.

MIKILVÆGASTI LEIKMAÐURINN

Mikilvægasti leikmaðurinn, Þetta er of erfitt til að gera uppá milli DynaMo og fixer's, Þeir eru báðir svo stór hluti að þessu liði, meðan Gunni sér um að skjóta í haus og clutcha, sér fixer um að halda góðri stemmingu og plana fyrir liðið, Sem skiptir höfuð máli. Gott andrúmsloft skiptir öllu ef ná á árangri, og yngva hefur tekist að mynda þennan virkilega sterka hóp sem ég vona að eigi eftir að standa fyrir sýnu á komandi skjálfta.

VIÐTAL VIÐ [MTA] GAUA

Sæll og blessaður. Villtu gerast svo vænn að kynna þig fyrir lesendum huga.is?
Hi ég heiti Guðjón Ágústin. Ég er 16 að verða 17 ára gaur úr Reykjavík. Ég spila í CS undir nickinu gaui og spila með MTA Gaming

Nú er ykkur spáð í 2 sæti á komandi Skjálfta, hver eru þín viðbrögð við því?
Bara flott. Töff að fólk hafi eitthverja trú á okkur.

Hvert er markið sett á Skjálfta?
Vinna sPiKe, roMim, deluxs og levi

Hvaða lið telur þú að eigi eftir að berjast í úrslitum Skjálfta?
Adios vs ice

Hvaða lið heldurðu að eigi eftir að valda vonbrigðum?
shocK og SeveN

Hvaða leikmaður finnst þér mikilvægastur innan MTA liðsins?
fixer og Dyno

Hvaða leikmaður telur þú að eigi eftir að koma mest á óvart á Skjálfta?
Bara Adios // Hjorri hann á eftir að owna held ég

Frábært og þakkir. Einhver lokaorð?
Gangi öllum vel á Skjálfta og HI Bugzy!!!!

- - -

Þeir sem kusu:

- Adios // Calculon
- Adios // roMim
- [.GOTN.]Andri
- [.GOTN.]aNexiz
- ice ~ entex
- ice ~ Vargur
- [mta] fixer
- [mta] gaui
- NoName`Felix
- NoName`Lazlo
- [SeveN] andrig
- [SeveN] RedNeck
- shocK ~ auddz
- shocK ~ Carlito

Skjálfti 2|2005 spá:

1. ???
2. MTA Gaming (40 stig)
3. Adios (38 stig)
4. SeveN (37 stig)
5. NoName (18 stig)
6. shocKwave (16 stig)