Þar sem ég óvart setti þetta á vitlausan stað síðast ætla ég að reyna aftur… Ég gat því miður ekki lesið þau svör sem ég fékk þannig ef að eitthvað vit var í þeim má endilega posta þeim aftur.

Málið er að alltaf þegar ég spila CS:S crashar hann og ég fæ skemmtileg “No Signal Detected” skilaboð á skjáinn minn. Þetta gerðist bara þegar ég fór á public servers og þá um leið og ég ætlaði að velja lið eða var búinn að spila ca. 20 mín. Ég ákvað að uppfæra driverana á skjákortinu mínu (GeForce 7600 GS) og núna crashar þetta þegar ég er alveg að klára að loada servernum. Áður fyrr gat ég spilað með bottum en ekki lengur.

Hafið þið einhverja hugmynd um hvað sé að og/eða hvað ég get gert til að laga þetta?
“You can't make people smarter. You can expose them to information, but your responsibility stops there.”