Ég vill í væntumþykju minni, kærleik og umburðarlyndi benda þeim sem að pósta með brotnum undirskriftarmyndum á skemmtilega og vel nýtanlega línu í html sem að kallast low source. Ég er nefnilega einn af þeim sem að hangi hér á hl korkunum í netfíkn minni og mér leiðist alveg ósegjanlega þessar brotnu myndir ykkar, og þar sem ég veit fyrir víst að þið eruð skemmtilegir og uppátækjasamir, þá myndi ég njóta þess 100% að sjá þessar litlu sætu myndir ykkar sem að þið hafið valið af svo mikilli kostgæfni til að skemmta sjálfum ykkur og öðrum.
Línan er svona.
|img src="http://www.promazin.is/eg_ad_bora_i_nefid_a_mer.jpg“ width=”15“ height=”15“ lowsrc=”http://www.promazin.is/eg_ad_bora_i_nefid_a_mer.jpg“| setjið inn ykkar eigin gildi, þ.e. slóðina og vídd og breidd myndar, skiptið út ”|“ fyrir hornklofa.
Ég vill taka það fram að þessi póstur er skrifaður með kærleik í brjósti. Þið sem að takið þessum línum mínum sem yfirlætishroka, getið með fullri virðingu #$#&”#"$%$%/&.

Promazin - föndrandi fyrir jólin