Var að spila áðan undir nickinu cyb!.. tel það sem realnick því ég spilaði oft undir cyberiaN.. en allavega. Þar voru nokkrir gamlingjar að spila eins og alltaf það er eins og þeir séu að leika sér soldið með rconið.

Allavega voru þeir sífellt að leika sér með rcon, reglurnar þarna eru alveg fáránlega strangar og það má ekki einu sinni campa þá færðu bara “slap” ..

Þetta var þannig að ég var einn eftir í einu roundi á móti einhverjum, mér gekk ágætlega og var alveg við spawnið í aztec (sem terr) beið eftir gaurunum því ég heyrði vel í þeim. Heyrðu, þá fæ ég bara SLAP, eitthvað AMXMOD dæmi og ég kastaðist bara útum allt og gat ekkert gert, þið skiljið hvað ég er að tala um ? Og þetta fékk ég fyrir að campa. Ég varð soldið pirraður og spurði “HVAÐ ERTU AÐ FOKKIN GERA!?” þá fékk ég bara til baka frá [Oldies]CobraR “Hættu að campa”.. þá spurði ég hann hvort hann væri fífl. Fékk kick fyrir það, gerði retry og spurði svo hvað hann væri gamall.. bara ósköp saklaus spurning, en þá fékk ég kick ban.

Þetta er ekkert nema fávitaskapur og það skiptir engu máli hvernig ég spila og so what að ég hafi campað þarna eitt round? Afhverju er mér refsað svona hrikalega fyrir það?

Eruði bara að leika ykkur með rcon? allavega þetta er ekki sniðugt og fólk lítur ekki upp til ykkar, þið eruð fokkin glataðir..

Vill einhver almennilegur oldies dude koma með rök fyrir þessu eða útskýra fyrir mér hverskonar maður þessi CobraR er?
...