Stundum þegar ég spila á opinberum íslenskum leikþjónum, hugleiði ég með sjálfum mér þegar einstaka spilari er alveg yfirnátturulega góður, hvort viðkomandi sé að nota svindl. Ég er ekki að tala um þekkta spilara sem að eru einfaldlega bara góðir, þó að stundum hafi ég velt fyrir mér hvernig í rassgatinu þeir fara að þessu, heldur þá frekar þessi dæmigerði Dumbo sem ég kann ekki nokkur deili á mætir á svæðið og skýtur jafnvel undantekningalaust í hausinn á mótspilurum sínum og er svo til ódrepanlegur þó að maður dæli heilu dauðans vopnabúri í búkinn á honum. Svo spurningin mín er þessi, “eru svindl algengari heldur en að hrekklaus náungi eins og ég geri mér grein fyrir” og í framhaldi “Til hvers” Ég er einn af þessum spilurum sem að notast við default CS án mikilla .cfg breytinga. Eina auka .cfg skráin sem að ég notast við er einfalt ‘buyscript’ þar sem að ég er í eðli mínu húðlatur. Það gæti ómögulega fært mér einhverja sérstaka gleði að vaða uppi á almennum serverum með harða diskinn minn fullan af scriptum.

Með þessari litlu hugleiðingu minni læt ég fylgja link inn á síðu þar sem að scriptari er tekinn að tali.
<a href="http://www.3dactionplanet.com/features/interviews/xqz2/">viðtal við programmer</a>

Promazin - ég sökka í cs en er doktor í stólpípufræðum