Já, nú er ég eiginlega kominn með nóg af þessu ADSL veseni.

Síðustu 2-3 vikurnar er þetta búið að vera tómt basl að vera með þessa tengingu. Það tók nú samt steininn úr síðustu helgi þegar ég komst ómögulega inn á hvorki irk né BC og engar voru/eru skýringarnar frá Simnet. Á sunnudegi tókst mér svo að lokum að komast inn, en enn er BC óvirkt hjá mér (cannot find server at bc.simnet.is).

Í morgun hrundi svo eitthvað hjá Símanum (amk skv. mbl.is) en það fylgdi fréttinni að það væri búið að “laga þetta á höfuðborgarsvæðinu”.

Ég trítlaði því heim til mín í hádeginu og ætlaði að tengjast aftur og fara inn á irk - en viti menn - ég er K-lined!!!

Ég fór að hugsa að Simnet er duglegt að rukka okkur fyrir allt sem við gerum aukalega, s.s. gagnaflutning, leikjaáskrift o.fl. og hika ekki við að senda manni rukkun fyrir það sem maður fer umfram það sem þeir segjast bjóða.

En hvernig er það, getur maður sem notandi og greiðandi fyrir þjónustu ekki krafist afsláttar ef þjónustan sem maður greiðir fyrir er slæm og virkar ekki löngum stundum?

Hvað myndir þú gera ef þú værir áskrifandi að Stöð 2 en hálfan mánuðinn væri hún rugluð vegna bilunar hjá Stöð 2? Myndir þú greiða fullan mánuð fyrir “áskriftina”? Ég held ekki.

Þannig að ég segi bara hingað og ekki lengra - við borgum ekki fyrir að láta taka okkur í ósmurðan analinn (flestir okkar amk).

BenDover
- orðinn frekar pissed á þessu ADSL/Simnet máli.

ps. ég er “venjulegur” ADSL notandi en þó ekki með fasta ip en greiði aukalega fyrir “leikjaáskrift”.