Ég var að skoða póst á dayofdefeat.com spjallborðinu sem var um hvort CS eða DoD væri betri. Hann breyttist eftir nokkur svör í það hvor leikurinn væri vinalegri við byrjendur og voru svipað margir fylgjandi því að CS væri vinalegri og því að DoD væri vinalegri við nýgræðinga.
Maður hefur tekið eftir því oft í gegnum tíðina að frekar “nýbyrjaðir” DoD spilarar stofna klön og fara flatt á því að spila við eldri og reyndari klönin, tapa mjög stórt, deyja svo fremur snöggt út. Ég hef ekki spilað CS mjög lengi og veit því ekki hvort þetta sé svipað þar á bæ en finnst vera mun fleiri ný klön sem haldast gangandi þar en hérna hjá okkur DoD-urunum.
Er auðvelt fyrir nýgræðinga að byrja í DoD á Íslandi? eða er það erfitt vegna þess hve mikill munur er á hæfni þeirra og reyndari spilara? (svarið eftir eigin reynslu)

(plz ekki fara off-topic :) og já, ég hafði ekkert betra að gera :P)<br><br><b>Kveðja,</b>


<b><a href="http://www.lanparty.is/sah">-SAH-</a> Zed</