Nýtilkominn eiginleiki þar sem notendur geta sent inn hugmyndir af könnunum er mjög vinsæll á sumum svæðum. Margar hugmyndir eru góðar og hentugt að hafa þær hér á Huga. En við verðum að gera okkur grein fyrir nokkrum atriðum.
Líftími þessarra kannana getur orðið mjög stuttur og þarafleiðandi ekki rétt mynd á niðurstöðum fengnar. Stundum er verið að breyta um könnun nokkrum sinnum á dag og eru þannig ekki að skila neinu nema stigum hjá þeim sem kjósa. Spurningin er þarafleiðandi sú að geta hönnuðir Huga ekki sett inn þann eiginleika að það sé ekki hægt að breyta um könnun fyrstu 24 klst frá hönnun (nema um villur í könnun sé að ræða). Hvernig finnst okkur Huga-notendum þessi hugmynd ? Endilega látið heyra í ykkur ?? Kannski setur mar þetta inn sem könnun LOL :)

Dreitill
Dreitill Dropason esq.