Kæru cs-skúnkar!

Gaman er að segja gleðitíðindi. Gamla stórveldið, það lið sem mestum ljóma stafar af, lið sem hefur náð bestum árangri í counter-strike fyrr og síðar, lið sem hefur í raun hafið cs upp í æðra veldi og gert þennan tölvuleik að listgrein… ég er að sjálfsögðu að tala um [.Hate.] … hefur ákveðið að koma saman á nýjan leik! Allir sem stunda cs hljóta að gleðjast vegna þessara stórfrétta.

Við í GGRN höfum haft þann heiður að hýsa nokkra úr þeirra röðum, villuráfandi sauði sem ekki vissu hvert þeir áttu að snúa sér, þegar hinn mikilhæfi leiðtogi Memnoch, ákvað að leggja cs-deild Hate niður. Hins vegar fann Memnoch fyrir ákveðnum tómleika í lífi sínu og eftir samráðfund með herráði GGRN var tekin sú ákvörðun að endurreisa Hate. Fyrrum liðsmenn GGRN, þeir Spaz, Nova, Dreitill, MadMax og AnyKey, fara nú aftur til föðurhúsanna þar sem slátrað er lambi þeim til heiðurs. Við óskum [.Hate.] að sjálfsögðu góðs gengis, e.t.v. óþarfi þegar þessir snillingar eru annars vegar en altént…, já, með von um að þeim endist nennan betur en síðast.

Nú kann einhver að spyrja: Hvað græðir GGRN á þessu? Af hverju gleðjast GGRN-menn almennt? Jú, fyrir það fyrsta hefur Memnoch öðlast lífsgleðina og er það mest um vert. (Sjá nánar [GGRN]Fréttir – örugg miðlun upplýsinga á ggrn.org) Og að auki höfum við endurheimt okkar gömlu átrúnaðargoð sem við dýrkuðum úr fjarska hér áður fyrr en dýrkum nú í meiri nálægð.

Hibb, hibb…

Með bestu kveðju,

[GGRN]Rooste