Sælir nú!

Hér ætla ég að svara fyrir mig… haha eða eitthvað svoleiðis.

Ég byrjaði í cs fyrir löngu, ábyggilega einhvertiman um 2004/2005.

Ég var langt frá því að vera góður byrjandi, en góðir vinir mínir spiluðu leikinn svo ég hélt áfram.
Ég var aldrei neitt rosalega góður.
var í lélegum liðum allt fram að sem og toB þá byrjaði ég aðeins að geta eitthvað.

Svo þegar ég var recruitaður í ha$te, sem var seint 2006 þá varð ég alltaf betri og betri. Og var ha$te liðið flott á þeim tíma sem cs menningin var sem lægst niðri.

Engin lön voru og var lítill sem enginn séns til að sanna sig. Það var ábyggilega tímabilið sem ég var stimplaður onliner, haxer, config og what ever.

Útaf því að ég gat ekkert sýnt mig á lani og sannað fyrir fólki að ég væri ekki bara annað mankind kvikindi þá ákvað ég að hætta í cs í apríl 2007, og spilaði ekkert fram í ágúst, þegar fræga Lan mótið “HRingurinn” var, ég hringdi í nokkra félaga og haste meðlimi og skrapaði saman liði á mótið (ha$te var buið að vera inactive síðan í apríl)
og í enda kvöldsins var ég búinn að redda liði og það leit svona út:

BaRlz
slEypuR
asYlum
Slashy
aNdRz


Ég er enganvegin að fara afsaka okkur neitt.
Við mættum á þetta mót einungis með skemmtun í huga og ætluðum að spila til að leika okkur, og að sjálfsögðu reyna vinna kannski 1-2leiki.

En allt kom fyrir ekki, enginn af okkur var búinn að fara í cs í yfir 5mánuði, hvað þá Barlz og slashy sem voru ekki búnir að spila í yfir ár.

Við kúkuðum uppá bak, gjörsamlega, við skitum svo í brækurnar að það hefur verið “reppið” okkar á lani hingað til. Við töpuðum 24-6 fyrir sG(instant&sickone&thundersky&einsky) í cbble og töpuðum 16-14 á moti pugi(joejoe&rudolf&namano&eggi) í d2.

Við áttuðum okkur á því hvað við vorum skelfilega lélegir og töluðum saman, við ákvaðum að beila bara á þessu og reyna djamma um kvöldið og gleyma þessu bara.
Svo við gerðum það, beiliðum bara á þessu.

Einhvertíman 2008 ákvað ég að byrja aftur í cs, ég bjó hjá kærustunni á þessum tíma og keypti mér fína cs tölvu.

Ég hringdi í sleypur og við töluðum við asylum og við ákvaðum að reyna gera ha$te lið aftur, sem við gerðum og það gekk fínt, við vorum svipað sterkir og áðurfyrr með lineuppið: sleypur asylum zippo andrz og ripztah.

Eftir einhvern smá tíma og ekkert lan að koma upp ákvaðum við að leggja músina aftur á hilluna tímabundið. Og það var ekki fyrr en í enda ágúst á þessu ári sem við fréttum að það væri annað “HRingurinn” Lanmót.

Og viti menn, við ákváðum að koma með enn eitt “comebackið”
bara með mun stærri roster og meira sem ha$te vinaclan.

Við spiluðum þannig í gegnum Kísildalur.online #1 helgarmótið og lentum í 2.sæti á því móti, lentum í úrslitaleik vs catalyst, þar sem við unnum fyrsta mappið en töpuðum nr 2(þeir þurftu að vinna 1map, við 2)

Við héldum áfram að spila svona allveg fram í enda október, þegar við fengum PM frá Ivan, að segja að það væri stórt onlinemót að koma upp og hvort við vildum vera með.

Við ákvaðum að slá til, með smá alvöru í þessu og tókum saman 5 úr þessum 15manna roster og byrjuðum að æfa að alvöru.

Lineuppið var:
ANDRZ
SLEYPUR
SEPTOR

ZIPPO(waraNkh)
ASYLUM

Okkur byrjaði að ganga ágætlega í mótinu, slátruðum riðlinum okkar með 3sigrum.

Fengum cuc í 16 liða úrslitum og völtuðum yfir þá í cpl_mill

Fengum dlic í 8 liða úrslitum og sigruðum þá í d2

Fengum sharpW í 4lið úrslitum og sigruðum þá í inferno

Eftir inferno leikinn á móti sharpwires tók ég stóra ákvörðun í mínu einkalífi sem hafði þau áhrif að ég þyrfti að hætta í cs(allavega íslenskum cs).

Og þegar það kom að úrslitaleiknum þá langaði mér ótrulega mikið að vinna hann, liðinu mínu langaði ótrúlega mikið að vinna hann og við áttuðum okkur á því að við áttum góða möguleika á að vinna mótið.

Leikdagurinn nálgaðist og við æfðum okkur allveg ágætlega mikið, spiluðum mikið og ströttuðum, vissum allveg að rws hafa 40x meiri reynslu en við og eru vanari svona leikjum.

En á leikdegi gengur allt ágætlega fyrir sig, við tökum æfingaskrim sem ganga ágætlega.

Þegar við erum komnir inná server á móti rws þá finnur maður að spennan er að magnast, ég fer niður í ískáp og fæ mér 2bjóra áður en fyrsti leikurinn byrjar.

Þeir voru fljótt búnir og leikurinn byrjaður, og hann endaði með ha$te sigri, man nú ekki allveg stöðuna en allavega, ég var mjög sáttur með þennan leik og mína frammistöðu, endaði með 20+ frögg í seinni hálfleik.

leikur númer 2 nálgaðist og ég hljóp niður og svolgaði í mig öðrum 2 bjórum, var farinn að finna svolítið á mér og orðinn svolitið kærulaus ingame. ég held ég hafi verið með 1-9 í skor í train, þegar ég hoppaði niður og naði mér í 5ta bjórinn.

Þegar hann var búinn datt mér svolítið asnalegt í hug og ég veit að ég mun ábyggilega aldrei fá fyrirgefningu frá öðrum ha$te members sem og öllu cs samfélaginu, en í seinni hálfleik í leiknum í train ákvað ég að downloada svindli(hax) sem mér fannst mjög fyndið.

Ástæðan fyrir því að mér fannst það fyndið og félögum minum fyrir aftan mig sem voru einnig að drekka er að ég hef verið ásakaður um svindl frekar lengi og aldrei getað sannað mig.

Ég downloadaði einhverju svindli af ónefndri síðu, ég fór niður og náði mér í 6ta bjórinn og kveikti á svindlinu og siðan fóru leikar í gang. Svindlið bauð uppá allskonar valkosti s.s wallhax, aimbot, speed, noflass, nosmoke, og ég ákvað að stilla wallhaxið ekki á strax og var bara noflass.

síðan seinna meir í enda train og í dust2 hafði ég það bara i gangi í öllum gunrounds.

En var orðinn sauðdrukkinn hérna við tölvuna og með einhverja vitleysinga bakvið mig, einsog fólk segir, ég var mjög augljós(enda ekki vanur að vera með svona;) hehe).

Já, ég veit að ha$te crewið hefur verið duglegt að backa mig herna upp á huga, enda skiljanlegt, ég hef spilað mjög lengi undir ásökunum þar sem eg hef ekki verið að spila með neitt dirty!

Ég vill þakka ha$te crewinu fyrir mig, og biðjast innilegrar afsökunar á því að hafa svikið þá svona í endann.
sleypur
asylum
zippo
ripztah
reliant
septor
pippz
slashy
barlz
moon
og ef ég er að gleyma einhverjum!:DEinnig eru aðrir menn sem ég vill biðjast afsökunar:
jóiG/shiNe: fyrir að vera einn af fáum sem trúði á mig ;D
eth: dno, þú ert svosem champ þótt þú sért soddan fífl líka
rws crewið; að ég hafi reynt að svindla á móti ykkur
simnet Admins crewið:að ég hafi svindlað!

og bara restin af cs samfélaginu!

Hver veit nema ég snúi aftur þegar ég flyt aftur heim frá Danmörku og owni eitthvað lan í klessu með ha$te

En allavega þá ætla ég bara að biðjast afsökunar og vona að þið fyrirgefið mér, veit allveg hvað ég gerði vitlaust.

ps. HASTE POWER!
ps2. ég vill óska ha$te|LENNy aka Lara:) til hamingju með afmælið í dag, 2.des
ps3. óþarfi að koma með skítköst á þessa grein, þetta er eingöngu mín leið til að biðjast afsökunar, er ekki að biðja um rifrildi.