Varðandi militia... Núna um daginn varð mér litið inn á public server (man eigi hver þeirra það var, hann var með FF=off að mig minnir)

Nema hvað, liðin voru eylítið ójöfn. í Counter byrjuðu einhverjir 6 á meðan það byrjuðu 2 í Terr. Þegar liðin voru loksins jöfn þá voru Counter komnir með yfirburða forustu(þriðja round, allir með armour, colt og/eða awp)

Nema hvað, ég og góðvinur minn(og vonandi allra) Lu_Plebb* vorum að spila saman og berjast gegn réttlæti þetta sinn. Tókum við þá gíslana, fórum með þá inn í klósettið(vorum við báðir vopnaðir deser eagle) og “cömpuðum” þar.
Þetta er gömul taktík og nýtist sérstakelga vel ef maður er fáliðaður og á móti sterku liði.
Settum við gíslana við hurðina og við veggina. Síðan biðum við.
Þegar lotan var að verða búin og við höfðum heyr allsvakalegan manngang gerast hinum meginn við vegginn, þá ákveður einn Counterinn að opna hurðina… stór mistök. Þarsem hann hvarf ansi fljótt á braut(yfir móðuna miklu ef þú vilt kalla það svo) þá voru vinir hans nokkuð vissir um að þeir vissu hvar við vorum. Tóku þeir þá að skjóta oss í gegnum vegginn. Hittu þeir alla gíslana(nema á einhvern ótrúlegann hátt, þá náði gíslinn sem passaði hurðina svo hetjulega að lifa þetta af)

Næsta round tók við skítkast er ég bjóst ekki við að sjá á server. Spurðir vorum við hví við vorum að gera leikinn svo leiðinlegann osfr. Sjálfur viðurkenni ég að þessi taktík er leiðinleg, en hún virkar.

Í því roundi þá tókum við Lu_Plebb* upp á annarri leiðindataktík sem hefur verið nefnd Love-taktíkin(kem betur að því rétt bráðum). Tókum við alla gíslana, fórum með þá niður í sewerið og biðum þar. Aftur rúlluðu Counterarnir yfir flesta terroristana, enda mun betur vopnaðir osfr. En ég og plebbinn biðum. Þegar lotan var að verða búin þá fóru þeir að koma og náðum við að pikka þá út, einn á fætur öðrum.
Næsta lota byrjaði, meira skítkast. “Love campar” osfr. Tókum við þá gíslana, hlupum með þá uppá efri hæðina á bílskúrnum og lotan náði næstum því að renna út, þartil einn Counterinn náði á mjög flottann hátt að drepa Lu_Plebb* en því miður tókst honum eigi að ná mér. Man ég þá tíð þarsem þetta var bara ALLTAF gert, var ég “alinn upp” við það að þurfa ná í hélvítis gíslana þangað upp og flestir eldri CS spilarar muna vel eftir því, kunna þeir líka á nokkra punkta þarsem hægt er að skjóta terroristana í gegnum gólfið, osfr.

Eftir þetta þá var fólk orðið virkilega pirrað, sem ég skil að hluta til. Síðasta þrekraun okkar var svo þegar við tókum gíslana í bakgarðinn og biðum þar. Þegar við vorum búnir að spila í svona eina, tvær mínótur og drepa einhverja 3, þá tók fólk upp á því að vota okkur út. Voru menn augljóslega á báðum áttum um hvorn okkar þeir áttu að vota og því mistókst þetta hjá þeim.

Þegar við vorum aðspurðir hví þetta var gert, svöruðum við: Love tactics v:1.0
Þarsem fæstir inná servernum voru nógu gamlir til að spila CS á þeim tíma þá muna þeir eftilvill ekki eftir þessu.
Fyrsta HL mótið, Love keppti á móti Hate í Militia(ef ég man rétt(sjálfur var ég ekki kominn inn í þetta Ástkæra klan þá, en hef heyrt sögur af því frá allnokkrum eldri spilurum))
Love voru ekki með betri spilara á þeim tíma en eitt höfðu þeir yfir Hate. Taktík; Þetta var fyrsta klanmatch sem spilað var með taktísku campi. Voru Love menn nógu “góðir” að taka alla gíslana niður í það sem hefur verið nefnt “The original Love Nest” eða Sewerið. Voru menn mjög óánægðir með það að Love menn hlupu ekki blint út í dauða sinn sem terroristar. Love komst í úrslit á móti hinu meira en lítið(á þeim tíma, no disrespect for Them now) TVAL

þarsem þeir lutu í minni pokann…

Þarsem ekki allir vissu af þessu þá benti ég líka á að Terroristar í militia eiga að passa það að counter-terroristarnir fari ekki með gíslana út og bjargi þeim, ef ég má vitna í Andrew Aumann(mannin er skóp cs_militia)

“Terrorists: Prevent Counter-Terrorist
force from rescuing the hostages.”

Það stendur ekki að terroristar eigi að hlaupa blint á móti Counterum í von um að græða fleiri frögg…

Þarsem þessi grein er orðin tiltörulega löng ætla ég ekki að láta lesendur þjást meir fyrir þetta. Ég vona að þetta hafi verið skemmtileg lesning.

Þið afsakið allar stafsetningarvillur, rangar beigingar osfr.)

[.Love.]GarFielD þakkar fyrir sig og vonar að sjá fólk fordómalaust gegn campi á public serverum.