Eftir síðustu grein mína um HL2 hefur mjög mikið af upplýsingum komið fram. Mikið af þessum upplýsingum komu í gegnum tölvupóstsendingar frá Gabe Newell, hinni vinalegu rödd í E3 myndbandinu og forseta Valve, hönnuðum leiksins. Hér tek ég mikilvægustu partana og set saman. Njótið vel.

Ef þið hafið ekki lesið <a href=http://www.hugi.is/hl/greinar.php?grein_id=1632546 4>hina greinina mína</a> um Hl2, gerið það þá endilega… annars verður þessi grein líklega fremur óskiljanleg. Munið að hugi eyðileggur linka til gamans.


<a href=http://hl2hc.halflife.org/pics/hl2_boxes.jpg>Þetta </a> eru Half-Life 2 umbúðirnar.

Steam mun verða mjög mikilvægur partur af Half-Life 2. Þú munt fá updates í gegnum það, ef villa finnst þá getur Steam náð í lítinn plástur fyrir það án þess að þú takir eftir því. Þið munið aldrei þurfa að downloada risastórum Half-Life 2 Updates frá huga aftur til að spila CS/DoD/NS heldur mun Steam einfaldlega uppfæra þig þegar það þarf og þú munt aldrei þurfa að hafa áhyggjur. Einnig er gott að minnast á að útgáfan af Steam sem er í notkun núna er beta og lokaútgáfa af Steam mun koma út með HL2.

Þau myndbönd sem við höfum þegar séð eru alls ekki eins og leikurinn spilast. Oft sér maður að hlutir brotna áður en maður snertir þá, en þetta er villa í upptöku. Til dæmis skal ég taka þegar Gordon sveiflar kúbeininu í Traptown og plankarnir brotna áður en kúbeinið lendir á þeim, þetta er villa í upptöku. Í HL2 er kúbeinið meira en bara hreyfing, þetta er hlutur í veröldinni sem er að sveiflast og allir aðrir hlutir eiga að bregðast rétt við hreyfingunni, brotna á réttan hátt og á réttum tíma. Þetta er hreinlega byltingarkennt, í öðrum leikjum, þ.á.m. HL og CS, þá ertu einfaldlega að sjá ?animation?, en hér er þetta sem þú sérð að gerast í leikjaheiminum. Ímyndið ykkur sverðamoddana…

Fljúgandi dæmið í myndböndunum kallast ?Alien Gunship?. Frumlegur titill það.

Það er ekki enn ákveðið hvort maður geti borið allar byssurnar í einu, a la Half-Life, eða geta bara verið með nokkrar í einu, a la CS.

Það mun verða fremur auðvelt að taka hluti sem maður hefur hannað fyrir HL1 og flytja það yfir á HL2 form. Af hverju einhver mundi vilja gera það veit ég ekki, en ég er nú heldur ekki mikill mapper.

HL2 notar dýnamískt LOD (Level of Detail) kerfi til að fá leikinn til að spilast hratt á gömlum tölvum. LOD lýsir sér þannig að hlutir sem eru langt í burtu líta betur út þegar þú kemur nær og sérð þá betur. Þetta gerir risastór möpp vel möguleg.

Það er þyngdartakmark á hverju þú getur lyft með ?The Manipulator?, (byssan/tækið sem lyftir og fleygir hlutum í vídeóunum), en maður mun finna uppfærslur í gegnum leikinn til að lyfta þyngri hlutum. Ég vil bara fá að lyfta bíl upp og kasta á nokkra hermenn…

Half-Life 2 hefur enn betri netkóða en Half-Life og moddar hans, og sá netkóði var nú býsna góður fyrir. Það þýðir einfaldlega minna lagg, sem er ekkert nema góðar fréttir.

Demó upptaka í HL2 verður margfalt betri en í HL. Nú skilar HL2 frá sér demóum beint á vídeóform og ekki sem fullt af .bmp myndum, og það mun þá taka miklu minna pláss en áður. Það verður ingame demó spilari sem styður við fullt af fítusum, og meira.

Valve hefur sagt að þeit séu alls ekki að sýna mikið í myndböndunum, þeir hafi mikið af flottum hlutum sem við vitum ekkert um.

Það er hægt að gera borð sem er hægt að sprengja í sundur, a la Red Faction; Þú skýtur úr rocketlauncer á vegg og það kemur hola í vegginn.

Aðdáendur HL2 eru mjög ánægðir með Valve, eins og sá má á þessarri tilvitnun:
MoD says:
You people are godly.
MoD says:
when ill die and go to heaven, I fully expect it to be a valve office.

Voice Comm er komið aftur, og það eru betri gæði á því í þetta sinn.

Dýnamískir (breytanlegir) skuggar eru studdir, a la DOOM III.

Í Docks myndbandinu og í E3, þegar þú slóst Zombíuna með kúbeininu kom einhverskonar græn klessa fram, það sama og var í HL1. Þessu verður breytt þegar leikurinn kemur út.

Í myndbandinu þegar þú ert að keyra trukkinn á ströndinni þá sérð þú að blossarnir þegar kúlurnar lenda á hlutum sjást í gegn um hann. Þetta verður lagað.

Physics virka einnig undir vatnsborðinu, þá breytir vélin hljóðum og lætur hluti fljóta eða sökkva á réttum hraða.

Það er hægt að gefa NPC (non-playable characters, félögum þínum í leiknum) vopn, og þeir geta gefið þér vopn,

Það er vitað að það verður Special Edition útgáfa af HL2. Ekki er víst hvað verður á henni.

Það verður DVD útgáfa, kannski verður það Special Edition útgáfan, kannski ekki.

Litlu, fljúgandi vélsagirnar sem maður sá í Tunnels myndbandinu kallast ?Man Hacks?.

Það tekur líklega enginn mark á þessu vegna sölumennskunnar, en Valve gaurarnir segja alltaf að HL2 sé svoleiðis miklu betri en HL. Ég er að berjast við kaldhæðna dverginn á öxlinni núna um hvort ég ætti að taka þetta alvarlega.

Gervigreindin í HL2 er víst svakaleg. Ef karakter á að komast eitthvert, þá kemst hann þangað. Tölvustýrðir spilarar munu ekki lengur festast í dyrum eða á steinum. Þeir kunna að fela sig, kunna að koma þér á óvart, og þeir taka alltaf praktískustu leiðina. Einnig geta karakterar skotið meðan þeir hreyfa sig, og því standa þeir ekki hjá þegar óvinurinn er á leiðinni.

Hreyfingar karakteranna í myndböndunum eru ýktar til að líta flottari út. Þær verða raunverulegri í leiknum sjálfum.

Gordon er þessa stundina 85 kíló með búningnum, en það á eftir að ákveða endanlega þyngd hans.

Grafíkin í myndböndunum mun verða bætt fyrir útgáfudag. (!!!)

HL2 hefur fítus sem virkar þannig að þegar þú horfir á einhvern mikilvægan hlut, t.d. karakter sem er að tala, þá ?súmar? þú inn svo þú sjáir karakterinn betur. Þegar þú hreyfir þig frá hlutnum/persónuni þá súmar út. Þetta er einnig hægt að gera með því að ýta á takka eða hægt að stilla þetta af. Þetta er aðeins til í Singleplayer.

Steam virkar þannig að ef þú ert að spila á netkaffi og vilt nota cfginn sem þú hefur heima þá er þetta ekkert flóknara en það að þú skráir þig inná Steam accountinn þinn og þá færðu þinn HL2 með þínum config.

CS liðið er að vinna að modd á Source vélinni. Líklega CS2.

Team Fortress 2 er í vinnslu á Source vélinni, og hann verður gefinn út sem sér vara, þ.e. mun ekki koma með HL2.

Það mun vera meiri tónlist í HL2 heldur en í HL. Sami tónlistarmaðurinn er á bakvið þetta.

E3 myndböndin eru öll úr leiknum, nema tæknimyndbandið og G-Man myndbandið, augljóslega. Þ.e. þetta er ekki sett upp myndbönd, sköpuð sérstaklega fyrir auglýsingar.


Varðandi hina margfrægu HL2 töf.

Saga tafarinnar er einhvernveginn svona, í tímaröð.

Leikjasíða segir töf og segir að ?heimildir innan Vivendi? (sem er útgáfufyrirtæki leiksins, þ.e. sér um að pakka hann og selja) hafi staðfest þetta.
Gabe Newell, forseti Valve, segist aldrei hafa heyrt um þetta áður þegar hann er spurður um innihald síðunnar í tölvupósti.
Aðrar síður fylgja fordæmi þeirrar fyrstu og birta fréttir um seinkun HL2.
Einhver sendir tölvupóst til Vivendi og fær svar um að þetta hafi verið misskilningur og að Valve sé ennþá að vinna að 30. september sem útgáfudag.
Gabe Newell, þegar hann er spurður um seinkunnina í viðtali, svarar: ?No comment.?
Gabe Newell svarar í tölvupósti að Valve séu að ?klára? HL2.

Ég efast um að HL2 sé seinkað, en við höfum því miður ekkert opinbert heyrt. Það verður bara að bíða.


Allar heimildir koma frá <a href=http://www.halflife2.net/forums/showthread.php?s=& threadid=1298>þessum stað.</a
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane