Win2K Vs. WinXP í CS Ég var með Windows XP í tölvunni minni, 1400Mhz tryllitæki ;).
Eða nánar, 1400Mhz Athlon, 768mb DDRam, GeForce 2 GTS PRO 64mb DDRam.
Þess má til gamans geta að lágmarks vélbúnaðarkröfur Half-Life voru upprunalega Pentinum 133+ og 24mb í ram. Núorðið getur maður ekki Spilað Half-Life: Counter-Strike í 600Mhz vél. Við getum að sjálfsögðu þakkað ValveSoftware fyrir það *klapp*

Ég spila CS svona svipað og hinn meðalmaður, og ég er ekki alltaf að engjast um yfir því hverju marga ramma á sec ég fæ (FPS), en þetta var farið að vera erfitt. Í Windows XP Corporate Edition þá fór ég oft niður í 30 ramma á sec og stundum neðar. Þar sem að ég þurfti hvort eð er að formatta ákvað ég að setja Win2k inn í vélina og var munurinn greinilegur.

Þrátt fyrir það að Win2K tók svolítið langan tíma að starta sér þá var það svosem ekki vandamál. Alltaf hálf kuldalegt að koma inn Win2K eftir að hafa verið í “litabókinni” sem heitir WinXP, en ég skellti nýjustu reklunum(drivernunum) inn og Service Pack 3, Sem ekki hefur verið til neinna vandræða (enn).

Ég setti Half-Life inn og svo mod útgáfuna af CS og byrjaði að spila, strax tók ég eftir því hve allt var mun meira “smooth” í Win2K, þ.e.a.s. CS gekk mun betur. Það vita flestir sem pæla eitthvað í Windows, að XP er frekar minnisfrekur skratti og á hann til að skila ekki því minni sem hann notar. Það er líklega ástæðan fyrir því að CS (og aðrir leikir) virka ekki endilega sem skildi í XP, enda eru fæstir eldri leikir WinXP compatiable (samhæfðir).

Sömuleiðis tók ég strax eftir annari breytingu sem olli mér miklu smá hugarangri. Sensitivity (Músarnæmnin) í Win2K virkar ekki eins og í WinXP, Ég setti nefnilega sensið mitt á 1.5 eins og alltaf og mér fannst það vera eins og 3-4 í WinXP. Þannig að ég þarf líklega að lækka sensið enn meira. ;] Hugsanlega er það vegna þess að XP er þyngra stýrikerfi en 2K.

Niðurstaða:
Ég ætla mér ekki að fara yfir í XP, þ.e.a.s. ekki strax. Ég fæ mér bara WindowsBlinds til að fá aðeins XPlegra look.
EN Windows 2000 er algjör sigurvegari hvað varðar spilun í CS og persónulega gengur mér nokkuð betur en áður.

P.s.
Þetta var aðeins prufað á minni tölvu og ég tek enga ábyrgð á hvað þið gerið í kjölfar lestrar þessarar greinar. Til þess að fara úr XP í Win2k ÞARF að formatta.

Með fyrirfram þökk,
Sindri S.